Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 138

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2015 · 1 um pappírum, skýrslum, um einstak- linga sem höfðu verið tengdir Sósíalista- flokknum. Af því tilefni sagði blaðið í leiðara í maímánuði: Þegar menn lesa skýrslur þær sem Þjóð- viljinn birtir dæmi um ættu þeir að hafa í huga að hliðstæðar skýrslur um þá sjálfa hafa verið sendar til bandaríska sendi- ráðsins, samdar af Íslendingum sem hafa tekið greiðslu fyrir að njósna um landa sína í þágu erlends ríkis … Þegar ég las þetta sautján ára fannst mér að svona fullyrðingar Þjóðviljans gætu varla verið sannar. Það fer enginn að njósna um Íslendinga fyrir peninga og gefa skýrslur um það í útlensku sendi- ráði, hugsaði ég, enda bara strákur af Fellsströndinni. Bók Styrmis sýnir því miður að ég hafði rangt fyrir mér. Þegar Þjóðviljinn fullyrti að þetta væru njósnaskýrslur sem hefðu verið skrifað- ar fyrir bandaríska sendiráðið þá var því neitað meðal annars af þeim sem hafði skrifað skýrslurnar. Við það sat – þar til nú að Styrmir flettir ofan af hliðstæðri starfsemi. Brot á lögum um meðferð skotvopna og á landráðagrein hegningarlaganna voru reyndar ekki einu lögbrotin sem forráðamenn Sjálfstæðisflokksins stund- uðu og lögðu blessun sína yfir á þessum áratugum þegar þjóðin bjó við eins- flokksstjórn Flokksins mikla víðs vegar um þjóðfélagið. Stálu einkabréfum fólks Þeir stálu einkabréfum nokkurra íslenskra stúdenta sem voru við nám austantjalds og birtu þau í bók sem Heimdallur gaf út. Hjalti Kristgeirsson einn þeirra sem hafði skrifað bréfin stefndi Heimdalli vegna þessa. Kveðinn var upp dómur í borgardómi snemma á árinu 1974 þar sem Heimdalli var gert að greiða Hjalta miskabætur auk þess sem Heimdallur skyldi greiða allan málskostnað. Þannig var Heimdallur dæmdur fyrir að stela einkabréfum og fyrir að birta þau í bók. Lítillega er komið inn á þessar skýrslur, SÍA-skýrsl- urnar, í bók Styrmis. Þetta voru sendi- bréf sem íslenskir stúdentar í Austur- Evrópu skrifuðu á sjötta áratugnum og hafa að geyma sérlega glöggar greining- ar og gagnrýni á ástandinu í svokölluð- um sósíalískum ríkjum. Sá sem kom skýrslunum á framfæri við Flokkinn eða sótti þær – stal þeim – á vegum hans kom þeim til Bjarna Benediktssonar dómsmálaráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins segir Styrmir. (bls 115) Hér hafa verið nefnd þrjú alvarleg dæmi um lögbrot Sjálfstæðisflokksins þar sem Flokkurinn birtist sem fjanda- sveit þess lýðræðiskerfis sem hann þótt- ist vera að verja. Hér verður ekki farið yfir hleranirnar sem Sjálfstæðisflokkurinn lét stunda. En niðurstaðan er sú að eini stjórnmála- flokkurinn á Íslandi sem stundaði reglulega lögbrot gegn öðrum Íslending- um var ekki Alþýðubandalagið; það var Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn reyndi víðar fyrir sér. Þeir stofnuðu heilt bókmennta- fyrirtæki til að keppa við Mál og menn- ingu. Reyndu að gera róttækum rithöf- undum lífið leitt. Settu upp hundshaus þegar Halldór Laxness fékk Nóbelsverð- launin; þannig mætti menntamálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins ekki þó boð- inn væri á Nóbelshátíðina í Stokkhólmi og ríkisstjórn Íslands lét sem hún tæki varla eftir Nóbelsverðlaununum og eftir lét Alþýðusambandinu að taka á móti Halldóri þegar hann kom heim með verðlaunin. Sjálfstæðisflokkurinn reyndi alls staðar að koma völdum sínum að; til dæmis vildi menntamála- ráðherra hans ráða því hvaða málarar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.