Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 141
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2015 · 1 141
þessari ástæðu verið á skrám sem KGB-
maður árum saman. Þetta er ljótur leik-
ur að gefa í skyn að blásaklausir menn
séu jafnvel landráðamenn.
Og um einstök atriði bókarinnar:
Gott er hjá Styrmi að tala um sig og
félaga sín sem „kaldastríðsmenn“ (bls.
229) Merkileg er frásögnin af því þegar
þeir Björn Bjarnason reiddust Eykon og
félögum í þinginu fyrir að standa að
samþykkt um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd á alþingi. (bls. 232) Þarna
var Eykon orðinn formaður utanríkis-
málanefndar og Geir Hallgrímsson
utanríkisráðherra og þekkti ég þá báða á
þessum tíma, sérstaklega Eykon; við
urðum góðir kunningjar á síðustu miss-
erum hans í þinginu. Þá voru félagar
hans í Sjálfstæðisflokknum oft vondir
við hann – fannst mér. Svona breytast
hlutverk manna með tíð og tíma. –
Styrmir fjallar um viðurkenningu
Eystrasaltslandanna sem varð til á
vegum ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar og allir ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar, líka við Alþýðubanda-
lagsmenn, studdum þá viðurkenningu
heils hugar. Við Alþýðubandalagsmenn
vorum ekki aðeins með Eystrasaltsríkj-
unum; við vorum nefnilega á móti
heimsvaldastefnu Sovétríkjanna. Það er
fráleitt sem oft er gert að eigna Jóni
Baldvini Hannibalssyni einum þessi tíð-
indi um leið og hitt er líka fráleitt að
reyna að gera lítið úr hlut Jóns Baldvins
eins og stundum er reynt.
Það eru nokkrar staðreyndavillur í
bókinni, flestar smávægilegar og hefði
verið auðvelt að útrýma þeim. Nefni
bara þessar: Jón Baldvin Hannibalsson
var ekki varamaður Guðmundar J. Guð-
mundssonar í borgarstjórn því Guð-
mundur var ekki borgarfulltrúi heldur
varaborgarfulltrúi 1966–1970. – Aksel
Larsen var ekki formaður Danska
kommúnistaflokksins 1968; hann var
rekinn úr þeim flokki 1958. – Lúðvík
Jósepsson beitti sér fyrir því að Ragnar
Arnalds yrði formaður Alþýðubanda-
lagsins; það er því rangt að gefa í skyn
að hann hafi viljað eitthvað annað eins
og gert er í einhverri skýrslunni. Einar
Olgeirsson beitti sér hins vegar fyrir því
1963 að Ragnar yrði þingmaður fyrir
Alþýðubandalagið. – Þingkosningar
fóru fram 2. og 3. desember 1979 – Hér
verður látið staðar numið.
Af hverju?
Af hverju skrifar Styrmir þessa bók? Svo
vill til að á sama tíma og hann byrjaði
að skrifa skýrslurnar um og upp úr 1961
var Styrmir að tengjast fjölskyldu Finn-
boga Rúts Valdimarssonar og hefur
kannski vaxið í áliti þar á bæ við skrif
sín um Sósíalistaflokkinn í Morgun-
blaðið. Þessi tengsl Styrmis við Mar-
bakkafjölskylduna vöktu athygli. En ég
tel að meginskýringarnar á því að
Styrmir segir frá þessum tíðindum nú
hljóti að vera þær að hann óttist að þær
komi fram frá öðrum síðar í samhengi
sem er honum óhagstæðara en þegar
hann segir frá því sjálfur. Styrmir sér
ekki eftir því sem hann gerði og ber sér
mjög á brjóst þess vegna. Ég er syndlaus,
ég er syndlaus – en eru slík hróp ekki
einmitt til marks um það að hann sé
ósáttur við þennan kafla í lífi sínu? Þarf
endilega að játa upphátt með öskrum?
Styrmir segir að bókin sé framlag til
uppgjörs og sátta í framhaldi af því. Það
er þakkarvert og fagnaðarefni.
Um málið almennt vil ég segja þetta
að lokum:
Barátta Sjálfstæðisflokksins var þegar
öllu er á botninn hvolft eins og barátta
valdaflokksins í eins flokks ríki. Þetta
hefur hent marga stjórnmálaflokka sem
hafa haft mikil völd lengi. Bókin Fra
embedsmannsstat til ettpartistat eftir
Jens Arup Seip sýnir hvernig þetta var í