Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 141

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2015 · 1 141 þessari ástæðu verið á skrám sem KGB- maður árum saman. Þetta er ljótur leik- ur að gefa í skyn að blásaklausir menn séu jafnvel landráðamenn. Og um einstök atriði bókarinnar: Gott er hjá Styrmi að tala um sig og félaga sín sem „kaldastríðsmenn“ (bls. 229) Merkileg er frásögnin af því þegar þeir Björn Bjarnason reiddust Eykon og félögum í þinginu fyrir að standa að samþykkt um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd á alþingi. (bls. 232) Þarna var Eykon orðinn formaður utanríkis- málanefndar og Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra og þekkti ég þá báða á þessum tíma, sérstaklega Eykon; við urðum góðir kunningjar á síðustu miss- erum hans í þinginu. Þá voru félagar hans í Sjálfstæðisflokknum oft vondir við hann – fannst mér. Svona breytast hlutverk manna með tíð og tíma. – Styrmir fjallar um viðurkenningu Eystrasaltslandanna sem varð til á vegum ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar og allir ráðherrar ríkis- stjórnarinnar, líka við Alþýðubanda- lagsmenn, studdum þá viðurkenningu heils hugar. Við Alþýðubandalagsmenn vorum ekki aðeins með Eystrasaltsríkj- unum; við vorum nefnilega á móti heimsvaldastefnu Sovétríkjanna. Það er fráleitt sem oft er gert að eigna Jóni Baldvini Hannibalssyni einum þessi tíð- indi um leið og hitt er líka fráleitt að reyna að gera lítið úr hlut Jóns Baldvins eins og stundum er reynt. Það eru nokkrar staðreyndavillur í bókinni, flestar smávægilegar og hefði verið auðvelt að útrýma þeim. Nefni bara þessar: Jón Baldvin Hannibalsson var ekki varamaður Guðmundar J. Guð- mundssonar í borgarstjórn því Guð- mundur var ekki borgarfulltrúi heldur varaborgarfulltrúi 1966–1970. – Aksel Larsen var ekki formaður Danska kommúnistaflokksins 1968; hann var rekinn úr þeim flokki 1958. – Lúðvík Jósepsson beitti sér fyrir því að Ragnar Arnalds yrði formaður Alþýðubanda- lagsins; það er því rangt að gefa í skyn að hann hafi viljað eitthvað annað eins og gert er í einhverri skýrslunni. Einar Olgeirsson beitti sér hins vegar fyrir því 1963 að Ragnar yrði þingmaður fyrir Alþýðubandalagið. – Þingkosningar fóru fram 2. og 3. desember 1979 – Hér verður látið staðar numið. Af hverju? Af hverju skrifar Styrmir þessa bók? Svo vill til að á sama tíma og hann byrjaði að skrifa skýrslurnar um og upp úr 1961 var Styrmir að tengjast fjölskyldu Finn- boga Rúts Valdimarssonar og hefur kannski vaxið í áliti þar á bæ við skrif sín um Sósíalistaflokkinn í Morgun- blaðið. Þessi tengsl Styrmis við Mar- bakkafjölskylduna vöktu athygli. En ég tel að meginskýringarnar á því að Styrmir segir frá þessum tíðindum nú hljóti að vera þær að hann óttist að þær komi fram frá öðrum síðar í samhengi sem er honum óhagstæðara en þegar hann segir frá því sjálfur. Styrmir sér ekki eftir því sem hann gerði og ber sér mjög á brjóst þess vegna. Ég er syndlaus, ég er syndlaus – en eru slík hróp ekki einmitt til marks um það að hann sé ósáttur við þennan kafla í lífi sínu? Þarf endilega að játa upphátt með öskrum? Styrmir segir að bókin sé framlag til uppgjörs og sátta í framhaldi af því. Það er þakkarvert og fagnaðarefni. Um málið almennt vil ég segja þetta að lokum: Barátta Sjálfstæðisflokksins var þegar öllu er á botninn hvolft eins og barátta valdaflokksins í eins flokks ríki. Þetta hefur hent marga stjórnmálaflokka sem hafa haft mikil völd lengi. Bókin Fra embedsmannsstat til ettpartistat eftir Jens Arup Seip sýnir hvernig þetta var í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.