Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 33
S p i l l i n g í s t j ó r n m á l u m TMM 2016 · 1 33 – sýnt heilindi í samskiptum okkar. Þá hverfa mörg deiluefni eins og dögg fyrir sólu. Fólk semur, hugsar um heildina, framtíðina og vinnur saman. Það er freistandi að hugsa um röksemdir af þessu tagi út frá klisjunni um hugmyndir sem eru fallegar en ómögulegar. En ég ætla að stilla mig um það. Mér finnst greinin verðskulda dýpri umræðu en klisjan leyfir. Sú afstaða að stjórnmál séu spillt í eðli sínu hefur birst meðal heimspekinga og annarra hugsuða vestrænnar menningar síðan í fornöld. Hún kemur skýrt fram hjá sjálfum Platoni sem taldi mikilvægt að með völd færu einstaklingar sem hefðu í raun engan áhuga á þeim, en tækju stjórnunarhlutverkið að sér hálf- partinn nauðugir.3 Það er áleitin hugsun að samfélaginu farnist best undir stjórn úrvalsfólks sem er ekki upptekið af völdunum en gerir sér grein fyrir hættunni af því að loddararnir fái völd og er tilbúið til að koma í veg fyrir það með því að taka sjálft ábyrgðina. En Kristján er ekki beint að óska eftir því að núverandi pólitíkusum sé skipt út fyrir aðra betri. Hann vill losna við þá alfarið, eða að minnsta kosti breyta hlutverki þeirra þannig að almenningur, fólkið sjálft, taki ákvarðanir og ráði ráðum sínum. Vissulega útlistar Kristján þetta ekkert nánar, en gera má ráð fyrir því að vettvangur samráðs og ákvarðana sé þá ekki pólitískur í þeim skilningi að þar sé tekist á um völd, þótt þar fari fram umræður um ákvarðanir, stefnu og annað sem samfélagið varðar. En þá vaknar þessi klass- íska spurning: Er hægt að hugsa sér vettvang þar sem teknar eru ákvarð anir sem varða heildina án þess að tekist sé á um völd? Það er hægt að ræða þessa spurningu á nokkra mismunandi vegu. Ein leiðin er að hugsa sér skýran almannavilja tjáðan þannig að yfirleitt sé ljóst hvernig vilja og hagsmunum almennings sé best þjónað. Hlutverk stjórnvalda hverju sinni sé þá að starfa í nánu sambandi við almannaviljann, helst mæla hann reglulega og af heilindum og fara eftir honum. Það má líka sjá hana í ljósi þess að valdbeitingu af hálfu hins opinbera sé einfald- lega hafnað. Völd fela alltaf í sér, eins og anarkistar hafa löngum bent á, einhverskonar ofbeldi.4 Með því að fallast á að einhver eða einhverjir hafi völd er þá verið að viðurkenna leyfi eins hóps til að beita annan ofbeldi. Val hópsins og takmarkanir á valdheimildum hans geta verið með ýmsu móti, til dæmis lýðræðislegar, en meginréttlæting valdsins birtist þó í nauðsyn þess að hægt sé að taka ákvarðanir fyrir heildina og framfylgja þeim. Anarkistinn viðurkennir aldrei lögmæti valdbeitingarinnar, en gerir ráð fyrir því að mögulegt sé að framfylgja ákvörðunum fyrir heildina án nauðungar. En ég held raunar að andstyggðin á stjórnmálamönnum sem birtist í viðhorfi skáldsins sé ekki dæmi um anarkisma, heldur er hér um að ræða siðferðilega fordæmingu á misbeitingu valds frekar en andúð á valdbeitingu yfirleitt. Hún er í vissum skilningi persónuleg: Það eru „móralskir slæpingjar“ (svo notað sé orðalag Þorvaldar Gylfasonar)5 sem hafa hreiðrað um sig í embættum og valdastöðum og láta sig einu gilda þótt þeir traðki á vilja almennings með glamri sínu, prinsipplausum ákvörðunum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.