Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 141

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 141
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2016 · 3 141 nýjum og áður óþekktum vopnum framtíðarinnar, gat varla nokkur höf- undur ímyndað sér þær ógnir og skelf- ingar sem kynnu að bíða manna í „stríð- inu í framtíðinni“, og enginn þeirra sem dunduðu sér við að teikna nýju vopnin til að myndskreyta sögurnar gat það heldur; enginn sá fyrir allar þær hörm- ungar sem kynnu að vera í vændum, heilar þjóðir undir stríðsfánum, skot- grafahernað í leðju og kulda, kafbáta- hernað sem hlífði ekki venjulegum far- þegaskipum fullum af óbreyttum borg- urum, ný vopn eins og skriðdreka og langdrægar byssur að verki í raunveru- leika vígvallanna, mannfórnir til einsk- is, endalausar skrár yfir fallna menn og gjöreyðing víðáttumikilla landsvæða. Enginn sá fyrir það sem kvikmyndahöf- undur sýndi að stríðinu loknu í upphafi myndarinnar „Skothríðin“ (sem gerð var eftir samnefndri sögu Henris Bar- busse): hóp ungra og glæsilegra manna sem standa í hermannaklæðum í fylk- ingu á víðum velli, og strax á eftir sama völlinn þakinn hvítum trékrossum. Menn gerðu ráð fyrir því sem sjálf- sögðum hlut að næsta styrjöld hlyti að verða háð eins og þær styrjaldir sem menn þekktu – eða kannske eins og þær hugmyndir sem menn gerðu sér um þá atburði – stríðsaðilar héldu á vissan hátt aftur af sér, sýndu riddaramennsku, óbreyttum borgurum og þeirra byggð- um yrði hlíft, og annað eftir því. Þegar Conan Doyle birti smásögu þar sem hann lýsti ótakmörkuðum kafbátahern- aði líkt því sem gerðist síðan í raun og veru risu menn upp hvarvetna, ekki síst í hernum, og sögðu: Þetta getur ekki gerst, enginn herforingi myndi gefa slík- ar fyrirskipanir. Enda var lítið mark tekið á sögunni. Flestir töldu líka að vegna nýjunga í vopnasmíðum hlyti framtíðarstríðið að verða stutt, það yrði kannske útkljáð í einni eða tveimur stórorustum. Auk þess trúðu margir því að sú mikla siðfágun sem orðið hefði á síðustu tímum myndi einnig móta her- mennskuna. Í flestum stríðssögunum var aðaláhersla lögð á fórnfýsi og hetju- dáðir einstaklinga og rómantíska her- frægð, eins og í sögum af styrjöldum fyrri tíma, og myndskreytingarnar lögðu áherslu á þá hlið hermennskunn- ar. Einn þeirra sárafáu sem gerði sér nokkra grein fyrir því hvað kynni að vera í vændum var H.G. Wells í sögum eins og „Stríðið í loftinu“. Hann gekk reyndar lengra, svo það virkar jafnvel óhugnanlega. Í sögunni „The World Set Free“, sem kom út 1914, ímyndar hann sér kjarnorkustyrjöld, sem hann lætur gerast árið 1959, og býr þá til nýyrði í enskri tungu sem reyndist eiga nokkra framtíð fyrir sér: „the atomic bomb“. En hann var rödd hrópandans í eyðimörk- inni. Þetta hafði mikil áhrif á andrúms- loftið í Vesturálfu; þótt menn byggjust kannske við styrjöld í nálægri framtíð óttuðust þeir hana ekki svo mjög, kannske vildu þeir að hún léti ekki bíða of lengi eftir sér. Sumir voru reyndar sannfærðir um að Evrópuþjóðirnar væru nú komnar á svo hátt menningar- stig að stríð milli þeirra væri framvegis óhugsandi. Svo voru haldnar „friðarráð- stefnur“ og bundu ýmsir vonir sínar við þær, en það er til marks um óheilindin að fyrir þeim stóð einkum og sér í lagi Rússakeisari, og fyrir honum vakti það eitt að tefja vígbúnað annarra þjóða; leit hann svo að Rússar væru farnir að drag- ast aftur úr á þessu sviði og vildi fá svig- rúm til að jafna metin. Þetta undirferli var í rauninni illur forboði þess sem átti eftir að gerast sumarið 1914. Það hugarfar sem spratt upp af lestri þessa bókaflóðs afsakar þó engan veg- inn hin örlagaríku axarsköft ráðamanna sumarið 1914, sá kostur var jafnan fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.