Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 77
Ú t l e g ð a r s t e f n æ r o g f j æ r : A r f u r L a u r u o g G u t t o r m s TMM 2016 · 3 77 nútímamenningu og sviðsetninga á tilteknum þáttum íslenskrar menn- ingar og sögu vestanhafs, má í módernísku leikriti Guttorms skynja í senn ósegjanlegan tilvistarharm sem og hengiflug vestrænnar siðmenningar í fæðingu nútímans. Slíkur er arfurinn í veruleika þeirrar margbrotnu útlegðar sem seytlar inn í mynd þessara nútímabókmennta vestanhafs og sem slíkur minnir hann á ríkidæmi útlegðarinnar í skáldskap veraldar. Því má ekki gleyma að þar ríður útlegðin alla jafna ekki við einteyming. „Við erum hjer, en hugurinn er heima;/því hverjum lærist fyrstu ást að gleyma?“, orti Undína í Vesturheimi. Á vissan hátt minna þessar ljóðlínur á pælingu Kafka um okkur og Paradís. Við vorum rekin þaðan, en Paradís stendur. Í því er einhver blessun fólgin, bætir hann við, því hefðum við ekki verið rekin burt, hefði þurft að eyði- leggja hana.15 Þökk sé nútímabókmenntum vestanhafs sem kenndar eru við íslenska menningu, má í það minnsta rekja fáein útlegðarstef í mynd vest- rænnar nútímamenningar alla leið yfir hafið og heim. Tilvísanir 1 Hér er vísað í formála Sn.J., „Undína“ í bókinni Undína. Kvæði. Reykjavík: Ísafoldarprent- smiðja 1952, xxv. 2 Hér er vísað í samtal við Guy Maddin á heimili undirritaðrar í Winnipeg. 3 Líkt og sumar af kvikmyndum Guy Maddins eru til vitnis um, þá eru sviðsetningar íslenskra innflytjenda vestanhafs um og eftir aldamótin nítján hundruð og afkomenda þeirra Guy Maddin hugleiknar. Hann er eitt af frumlegustu kvikmyndaskáldum Norður-Ameríku og í einni af kvikmyndunum sem kom honum á kortið beggja megin hafs, Tales from the Gimli Hospital (1988), skartar persóna íslensku ömmunnar þjóðbúningi. Börn konunnar sem liggur dauðvona á Gimlispítala, dóttir ömmunnar í þjóðbúningnum, eru einnig klædd í þjóðbúninga. Í bók Caelum Vatnsdals Kino Delerium, (Winnipeg: Arbeiter Ring Publishing 2000), segist Guy hafa gert þessa kvikmynd til að ergja þá ættingja sína sem eru af íslenskum ættum, og þar með talið Herdísi, mömmu sína. 4 Hér er vísað í samtal sem undirrituð átti vorið 2007 í Winnipeg við Richard Johnson, prófessor við Manitóbaháskóla. 5 Laura Goodman Salverson: Játningar landnemadóttur. Þýð. Margrét Björgvinsdóttir. Reykja- vík: Ormstunga 1994, s. 264. 6 Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal: „Nokkrir greinir um skáldskap“, Ritsafn III, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1950, s. 39. 7 Þegar kemur að öðrum þáttum en umræddum sviðsetningum í hvort heldur Játningunum eða öðrum verkum Lauru vandast málin hvað þetta efni snertir. Fyrir utan vilja hennar til að skrifa á ensku, (sem var ekki öllum íslensku innflytjendunum að skapi), eru einnig aðrir þættir í verkum Lauru til vitnis um vilja hennar til að tilheyra kanadískri menningu. Eins og fræðimenn hafa fjallað um beggja vegna hafs, opnar hún þar með áhugaverða sprungu, menn- ingarlega séð. Sjá t.d. skrif Daisy Neijmann um Lauru í The Icelandic Voice in Canadian Letters. Montréal: McGill-Queen’s University Press 1997, og í A History of Icelandic Literature. Lincoln: University of Nebraska Press 2006. 8 Tíu leikrit kom fyrst út á íslensku árið 1930 í Reykjavík. Hér verður vísað í nýlega tvímálaút- gáfu: Ten Plays – Tíu leikrit. Ensk þýðing: Elin Thordarson og Christopher Crocker. „For- máli“ eftir Heather Öldu Ireland, og „Inngangur“ eftir Vigdísi Finnbogadóttur. Ritstjórar Birna Bjarnadóttir og Gauti Kristmannsson. Kind Publishing: Winnipeg 2015. Um Guttorm J. Guttormsson og leikrit hans, sjá meðal annars M.A. ritgerð Elinar Thordarson: A History
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.