Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 81
TMM 2016 · 3 81 Beatriz Portugal Mórberjatréð Sigurlín Bjarney Gísladóttir þýddi Fuglastrákur – þegar Stella heyrði foreldra sína segja þetta orð sá hún fyrir sér pínulítinn fugl með andlit stráks. En svo áttaði hún sig á því að fullorðna fólkið myndi ekki taka eftir litlum fugli og dró þá ályktun að líklega væri um að ræða venjulegan strák en með fuglsvængi. Ekki nema þetta væri eins og hún hafði ímyndað sér þegar hún var lítil, hugsaði hún spennt: allir með eins konar litla-sjálf í höfðinu sem stjórnaði þeirra stóra-sjálfi. Stjórnborð með lítilli Stellu sem togaði í stöng svo að stóra Stella hreyfði handlegginn og opnaði munninn. Blikkandi augu sem földu litlu Stellu sem horfði út í heiminn. Kannski var fuglastrákurinn lítill fugl sem stjórnaði líkama stráks. En hún var fljót að útiloka þann möguleika líka því enginn hafði séð litla fuglinn þar inni og því aldrei uppgötvað að þarna væri fuglastrákur á ferðinni. Fuglastrákur! Stella hafði aldrei séð fuglastrák, hafði ekki einu sinni vitað að þeir væru til! Hún kom sér niður á mynd af strák með vængi. Brúnt hár og brúna vængi. Hún sat hljóð meðan foreldrar hennar töluðu saman en skildi ekki merk- ingu nokkurra orða eins og þegar móðir hennar sagði að fólk skorti umburðar- lyndi og að strákurinn ætti við andleg veikindi að stríða. Var hann væng- brotinn? Hún nartaði í matinn eins og hún ímyndaði sér að fugl myndi gera. Seinna sat hún á gólfinu með pappír og liti. Tré birtist á pappírnum. Brúnn trjábolur, græn lauf og efst á toppnum sat strákur með brúnt hár og brúna vængi. Stella leit á teikninguna. Hún hafði ekki teiknað hreiður svo hún smeygði gulri línu á milli trés og stráks. Hún notaði gula litinn til að teikna stóra sól og svo virti hún teikninguna fyrir sér aftur. Hún reyndi að muna fleira af því sem hún hafði heyrt. Strákurinn býr uppi í tré. Þau vilja ekki hafa hann þar. Þau eru vond við hann. Stella grúfði sig aftur yfir teikninguna og setti spýtukalla í kringum tréð. Með rauða litnum lét hún nokkra ulla á fuglastrákinn. Hún teiknaði sorg- mætt andlit á fuglastrákinn. Litla greyið, hugsaði hún. Minning kom upp í hugann. Fugl í tætlum á veginum, blóðug hrúga af fjöðrum og holdi. Systir hennar kom til að sjá hvað hún væri að horfa á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.