Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 101
TMM 2016 · 3 101 Jón Yngvi Jóhannsson Alltaf sama sagan Um verk og feril Þorsteins Stefánssonar Sjaldan hefur verið jafn mikil gróska í útgáfu frumsaminna skáldverka Íslendinga á öðrum tungumálum en íslensku og á fyrri hluta 20. aldar. Þá voru Íslendingar meðal afkastamestu og virtustu höfunda Norðurlanda og skrifuðu sumir hverjir á dönsku, Kristmann Guðmundsson skrifaði á norsku og raunar reyndi Snorri Hjartarson líka fyrir sér sem skáldsagnahöfundur á því máli. Þá má ekki gleyma því að sá barnabókahöfundur íslenskur sem mestum vinsældum hefur náð, Jón Sveinsson, Nonni, frumsamdi verk sín á dönsku og þýsku. Af dansk-íslenskum höfundum tímabilsins eru þeir Jóhann Sigurjónsson, Guðmundur Kamban og Gunnar Gunnarsson langþekktastir og nutu vel- gengni um hríð, einkum Gunnar. En fleiri höfundar reyndu fyrir sér á því máli og á stríðsárunum síðari kom fram kynslóð höfunda sem segja má að hafi markvisst fetað í fótspor Gunnars. Þetta eru höfundar eins og Bjarni M. Gíslason, Jón Björnsson og Þorsteinn Stefánsson. Allir þrír ólust þeir upp í íslenskri sveit, raunar við misjöfn kjör, allir hleyptu heimdraganum ungir, fluttust til Danmerkur og settust á skólabekk í lýðháskólum. Jón Björnsson lærði meira að segja í Askov þar sem Gunnar Gunnarsson stundaði nám fyrstu tvö árin eftir að hann fluttist utan. Raunar mætti telja Guðrúnu Jóns- dóttur frá Prestbakka til þessa hóps. Hún dvaldi einn vetur á Askov og þýddi skáldsögu sem hún hafði áður gefið út á íslensku sjálf yfir á dönsku. Þessir höfundar, að Guðrúnu frátalinni, skrifuðu býsna keimlíkar bækur, sögur úr íslensku sveitasamfélagi sem sóru sig í ætt við rómantískar sveita- sögur höfunda eins og Huldu og Guðmundar G. Hagalín. Í dönsku samhengi voru þeir kenndir við átthagabókmenntir, Hjemstavnslitteratur, sem áttu sitt blómaskeið í dönskum bókmenntum í upphafi aldarinnar en ákveðinna endurnýjaðra vinsælda gætti á árum síðari heimsstyrjaldarinnar meðan Danmörk var hernumin af Þjóðverjum.1 Ég fjalla um verk þessara höfunda og tengsl þeirra við íslenska sveitasagnahefð í fjórða bindi af Íslenskri bók- menntasögu, en í þessari grein langar mig að beina athyglinni að einum þeirra, Þorsteini Stefánssyni. Ferill hans er um margt óvenjulegur, hann hélt áfram að skrifa á dönsku lengur en nokkur hinna höfundanna og höfundar- verk hans er raunar ekki bundið við þau tvö tungumál sem voru honum tömust sem ungum manni, íslensku og dönsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.