Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 43
Pá fa s t ó l l i n n
TMM 2016 · 3 43
Samt varð ég að gera þetta ef ég vildi eignast barn í framtíðinni, hversu
sama sem mér var um barneignir núna.
Ég hringdi í vin minn og mælti mér mót við hann á Kaffi París í mið-
bænum, leiðinlegt kaffihús en með stóra glugga sem er gaman að horfa
út um. Eitt sinn kom ég þar á hverjum morgni í tvo mánuði án þess að
afgreiðslufólkið gæfi til kynna að það hefði séð mig áður, ég pantaði alltaf
sama tvöfalda espressoinn en enginn spurði þetta venjulega? Ekki að það
skipti mig máli en skrýtið samt.
Meðan ég beið las ég á leiðbeiningarnar sem ég hafði fengið með mér
heim. Eftir að sýnið var komið í dolluna var mikilvægt að skila því af sér
á innan við klukkustund upp í Smáralind, og að hitinn á því héldist allan
tímann nálægt líkamshita til að niðurstaðan yrði marktæk. Þetta um
líkamshitann var undirstrikað. Mér varð hugsað til fyrsta sýnisins sem var
tekið úr mér. Ég var nýgreindur með krabbamein í eistum af heimilislækni,
var strax í kjölfarið sendur í sónar og svo með leigubíl upp á Landspítala
þar sem jafnaldri minn – læknanemi – stakk puttum upp í rassinn á mér til
að þreifa blöðruhálskirtilinn. Ég man þetta óljóst. Svo var ég kominn á ein-
hverja deild þar sem hjúkrunarfræðingur veifaði rakvél úr plasti og spurði
hvort ég vildi sjálfur raka mig milli fótanna eða hvort þau ættu að gera það í
aðgerðinni? Ég sagðist vilja gera það sjálfur, tilhugsunin um að liggja rænu-
laus í hópi grænklæddra manneskja að raka á mér klofið var óþægileg. Næst
birtist plastdollan og ég var beðinn um sýni, þetta sama og hafði verið geymt
í fljótandi vetni í öll þessi ár og var staðfest frjósamt: Ég, útgáfa 2000. Yrði
það ekki, að einhverju leyti, gamaldags barn sem kæmi út úr svona gömlu
sýni? Nýjar sáðfrumur urðu til daglega og hlutu þær þá ekki að endurspegla
ástand líkamans hverju sinni?
Mig langaði til að klára þetta, losna undan gamla sýninu, gamla mér
og gömlum, slæmum minningum tímabilsins og fá staðfest að ég gæti
enn eignast börn, jafnvel þótt ég myndi aldrei eignast þau. Börn slaga um
heimtandi nammi, tala eintómt þvaður og minna á róna, nema kátari á
svipinn, ég hef aldrei skilið aðdráttaraflið.
Starkaður vinur minn birtist og við pöntuðum kaffi, gláptum út um
gluggann á Íslendinga kjaga mót febrúarrokinu, reyna að gleyma því að þeir
voru lokaðir inni á Rúmfatalager hnattarins. Ég festi ekki hugann við sam-
ræðurnar og bað Starkað að afsaka mig, fór á klósettið og hafði dolluna með
mér í innanávasa jakkans. Ég lokaði mig inni á þessum eina, pervisna bás
sem er boðið upp á þarna í kjallaranum en vissi um leið að það gengi ekki.
Þetta var í þriðja skiptið sem ég reyndi fyrir mér inni á klósetti, vonlaust og
auk þess voru almenningsklósett staðir þar sem karlmenn áttu að fá það – ég
hef heyrt fjölmargar sögur um það frá konum sem sjá um hreingerningar,
hvort sem það er á Þjóðarbókhlöðunni eða lögreglustöðinni á Hlemmi.
Ég fór aftur fram og gægðist inn í stórt herbergi sem ég hafði tekið eftir á
leið niður stigann. Á miða við dyrnar kom fram að herbergið mætti leigja til