Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 39
Pá fa s t ó l l i n n TMM 2016 · 3 39 um morguninn, önnur hafði verið hláturmild og ung og virtist tilkippileg, daðrandi til augnanna og ég ímyndaði mér að ríða henni aftan frá einhvers staðar uppi á hól í jaðri þessa bæjar í Texas meðan hún furðaði sig á geim- skipinu en það var of stórt og þögult, ég byrjaði að skynja nærveru þess líka, fljótandi yfir himininn eins og þögult, dimmt fjall sem skyggði á stjörn urnar. Svo birtist litli, feiti karlinn til andsvara og talaði um loftbelg. Ég gafst upp. Frammi í móttöku horfði stelpan brosandi á mig, svipurinn lýsti kátri eftirvæntingu, ekki ósvipað Séð og heyrt-stelpunni eins og ég sá hana í vís- indaferð, en líka einhverju innilega fölsku. „Jæja,“ sagði hún og leit ofan í borðið, eins og hún vildi ekki vera of nær- göngul. „Ég verð að koma seinna.“ No pun intended, hugsaði ég og barðist við að segja það ekki upphátt. „Má bjóða þér tímarit?“ spurði hún. „Ég held við séum með eitt hérna inni í öðru herbergi.“ „Ég bóka frekar annan tíma.“ „Ef þú vilt. En þú getur líka tekið dolluna með þér heim. Þú verður bara að passa þig að halda réttu hitastigi á sýninu, annars verður niðurstaðan ekki marktæk. Nema þú viljir frekar gera þetta hérna?“ „Heima er fínt,“ sagði ég. Hún lagði plagg á borðið á milli okkar og bað mig að staðfesta nafnið mitt og kennitöluna, og einn liðurinn vildi vita hvenær ég hefði síðast haft „sáð- fall“, sem ég flissaði yfir. „Af hverju hlærðu?“ „Bara, orðalagið. Sáðfall? Ég var krakki þegar ég heyrði þetta síðast. Þegar ég og vinir mínir vorum á kynþroskaaldrinum spáðum við stundum í það hvort þessi eða hinn væri byrjaður á sáðfalli.“ „Þetta er líka notað í lögregluskýrslum. Að fella sæði,“ sagði stelpan eins og það breytti einhverju – ég skildi ekki í hvaða mögulega samhengi það gæti skipt máli. Loks lét hún mig hafa útprentaðar leiðbeiningar um varðvörslu sæðisins og bað mig að lesa þær vandlega. „Þú ert ekki sá fyrsti, þetta er alls ekkert óvenjulegt,“ sagði hún að lokum og kinkaði kolli, furðulega alvarleg til augnanna. Við kvöddumst. *** Ég kom heim í sama mund og kærastan mín, Emma, var að vakna. Hún er yfirleitt fúl á morgnana og þarf að minnsta kosti hálftíma af jógúrti, frétta- síðum á netinu, kaffi, tveimur sígarettum og knúsi með kettinum til að hægt sé að tala við hana án þess að lenda í rifrildi. Ég kastaði á hana kveðju og fór upp á efri hæðina til að sturta mig. Ég hafði dolluna með mér, stillti henni upp á sjampórekkanum í sturtunni – ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.