Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 57
„ Á m e ð a n þ i ð í h u g a n u m s p y r j i ð u m a f d r i f m í n “
TMM 2016 · 3 57
unum þegar börnin áttu ekkert lengur til að fara í. Þegar Helgu áskotnaðist
peningur keypti hún inn og þær elduðu ofan í mannskapinn. En Helga
minnist þess að þegar gesti bar að garði, hafi þeir frekar mætt með svarta-
dauða og tóbak en matvæli. Það hafi einnig átt við um Dag.
Dagur leggur til að þau Helga ferðist til Sikileyjar, sem Halldór Laxness,
mágur fósturmóður hans hafði mælt með. Þau leggja af stað í lok árs 1963,
væntanlega með fragtskipi til Hamborgar. Eina lesefnið meðferðis er auk
orðabóka, Egla, Heimskringla og ein bók eftir Günter Grass. Seinna hafði
Helga áform um að þýða Eglu og Heimskringlu yfir á þýsku, enda þá ekki
til aðrar útgáfur af þeim íslensku fornritum en Thule-ritröðin, sem nauð-
synlegt var að endurskoða. Ferðalagið frá Hamborg í gegnum Þýskaland
og yfir Alpana er mikil upplifun fyrir Helgu sem einungis hefur kynnst
Austur-Þýskalandi og Íslandi, en þó hrífur Ítalía hana mest með aragrúa
af fólki á mörkuðum, hróp og læti af þeim toga sem hún hefur ekki kynnst
í norðurhluta álfunnar. Ítalíudvölin einkennist þó af peningaskorti, en þau
skötuhjúin stóðu í þeirri meiningu að þeim tækist að vinna sér fyrir mat sem
ekki reyndist mögulegt. Helga sendir fjölmörg bréf til eiginmanns síns og
biður hann um peningaaðstoð. Örn er ekki tilbúinn að fjármagna ferðalag
þeirra Dags og undir lokin sendir faðir Dags þeim peninga til að koma þeim
heim í gegnum Kaupmannahöfn.
Helga sendir ljóðaheftið sitt til vestur-þýskra forlaga þegar á leið sinni til
Sikileyjar og vonast eftir svari sem bætt gæti fjárhaginn. En hún þarf líka
að komast út úr einangruninni sem tungumálið skapar henni á Íslandi, hún
þarf að fá þýskan forleggjara. Hún fær svar frá forlagi í Frankfurt sem vill
taka ljóð eftir hana í safnrit og forleggjari í Hamborg vill fá að sjá meira eftir
hana. Á heimleiðinni kemur Helga við hjá forlaginu í Hamborg en hefur ekki
erindi sem erfiði. Þau eru alveg peningalaus og hún þarf að fara fótgangandi
til forlagsins og vonast eftir að fá kaffi og kexköku. Helga á ættingja í Ham-
borg en hún vill ekki að móðursystir hennar sem verið hefur hennar nánasti
ættingi frétti að hún hafi farið frá eiginmanni sínum og sé nú á ferðalagi með
öðrum manni, svo hún lætur vera að hafa samband. Þegar þau Dagur komast
loks til Kaupmannahafnar taka ættingjar hans vel á móti þeim, þau fá vistir
og þak yfir höfuðið.
Ári seinna ferðast Helga ásamt Erni til Parísar og fara þau þaðan á putt-
anum, en að sögn Helgu mestmegnis gangandi til Barcelona. Þá hefur hún
fengið jákvætt svar frá forlagi, en ritstjórinn hennar, skáldkonan Elisabeth
Borchers, er henni mjög hliðholl og sendir henni peningasendingar þangað
sem þau eru á ferðalagi.
Helga reyndi enn og aftur að flytja til Austur-Þýskalands árið 1965. Upp-
full af bjartsýni eftir lestur gagnrýninna skrifa Roberts Havemann prófess-
ors við Humboldt-háskólann og sjálfsörugg með eigin ljóðabók í farteskinu
sækir hún um nám við bókmenntaakademíuna í Austur-Berlín. Hún er tekin
þar inn og á að fá 500 marka námsstyrk mánaðarlega. Hún hefur plön um