Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 102
102 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? Frá öðrum hnetti til Kaupmannahafnar Eins og áður sagði var Þorsteinn einn þeirra höfunda sem fylgdu í fótspor Gunnars Gunnarssonar til Danmerkur, raunar er ævi þeirra tveggja framan af mjög keimlík og sem höfundar eiga þeir sitthvað sameiginlegt. Þorsteinn fæddist í Loðmundarfirði árið 1912 og ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf og sjósókn í Loðmundarfirði, Reyðarfirði og Fáskrúðs- firði. Um tvítugt fluttist hann til Reykjavíkur og vann þar almenn verka- mannastörf.2 Hann var þá farinn að fást við skáldskap og gaf út skáldsögu á eigin kostnað árið 1935 sem nefndist Frá öðrum hnetti. Sagan er örstutt, aðeins 44 síður. Efnið og sögusviðið er í meira lagi óvenjulegt eins og titillinn gefur til kynna. Sagan gerist á ókunnum hnetti á litlu landi sem er einangrað en fagurt. Lýsing landsins minnir mjög á Ísland og fólk lifir þar af kvikfjár- rækt, býr með hreindýr, geitur og dýr sem minna mjög á sauðfé. Þessi saga er líklega fyrsta íslenska fantasían með nútímasniði og í henni má finna ýmis- legt forvitnilegt fyrir áhugafólk um fantasíur og vísindaskáldskap. Samfélagið sem lýst er í sögunni virðist vera einhverskonar blanda af íslensku sveitasamfélagi og grænlensku veiðimannasamfélagi. Líf fólksins er frumstætt en meðal þess blómstrar sérkennileg sagnamenning. Fólk kemur saman í sérstöku „sagnahúsi“ á síðkvöldum þar sem útvaldir sagnamenn segja sögur. Aðalpersóna sögunnar er ungur maður sem dreymir um að verða slíkur sagnamaður. Hann býður sig fram, en „forstjóri sagnahússins“ hafnar honum með þessum orðum: „Nei, drengur minn, hér er ekki öðrum en skáldum leyft að tala. En ef þig langar að segja sögur, þarftu fyrst að búa þig undir það með langri æfingu.“3 Höfnun forstjórans minnir óneitanlega á kurteislegt höfnunarbréf frá bókaforlagi sem aðalpersónur síðari bóka Þorsteins hafa raunar nokkra reynslu af. Sagan í heild er nokkuð augljós allegóría um bókmenntaheiminn og tilraunir ungs manns til að gera sig þar gildandi. Í lok sögunnar, eftir höfnun forstjórans, heldur skáldið unga til hafs á heimasmíðuðum bát og sagan skilur við hann með þessum orðum: „Hann var aleinn, með brennandi harm í hjarta, orðinn umluktur faðmi hins ólgandi hafs, – en á valdi guðs voldugu handar.“ (44) Sjálfur yfirgaf Þorsteinn líka heimaland sitt eftir svipaða höfnun og hélt til Danmerkur. Hann settist á skólabekk í Den ny ungdomsskole í Grindsted á Jótlandi haustið 1935 og var þar einn vetur en hófst síðan handa við að reyna að koma sér á framfæri sem rithöfundur á dönsku. Hann vann fyrir sér með margskonar verkamannavinnu, meðal annars uppvaski á veitingastöðum og snjómokstri. Fljótlega fór hann að taka nemendur í tíma í ensku sem varð lengst af aðalstarf hans í Danmörku meðfram ritstörfum og þýðingum. Hann giftist norskri konu, Astrid Høyer-Finn, árið 1940. Hún var sjálf rit- höfundur og gaf út skáldsöguna Paa egne Ben undir nafninu Astrid Stefans-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.