Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 132
U m s a g n i r u m b æ k u r 132 TMM 2016 · 3 sem vitnað er til hér að ofan notar skáldið biblíuvísanir óspart og hefur bálkurinn í heild trúarlega vídd sem tengir alla hluta hans saman. II. hluti gerist í ‚fyrirheitna landi‘ gyðinga og á hinum hernumdu svæðum Palestínu þar sem orðið ‚frelsi‘ tekur á sig óhugnan- legar mótmyndir. Ferðalangar fara um „rangala kristindómsins“ við „ærandi geltið / í hungruðum hundum í árásar- ham“ og ganga „gegnum / pílagrímahaf- ið á via dolorosa / milli vopnaðra her- menna og krossbera / framhjá víggirt- um kirkjum og eftirlitsmyndavélum“. Í vöggu kristindómsins: sitja jarðneskir herskarar um brauðhúsin og hvert einasta mannsbarn sem þar lítur dagsins ljós fer sjálfkrafa á sakaskrá grunað um óunnið hryðjuverk Í þessum hluta ljóðabálksins er aðskiln- aðarmúr – sem kallast á við skjólvegg- inn í I. hluta – sem skilur að „gyðinga / sem halda sig innan við skothelt gler / í lofræstum bílum og búrum“ og araba „sem hanga tímunum saman í þröngri stíu / úti á berangri í sólinni“ og eiga í eilífu stríði „um einkaréttinn á að heiðra forföðurinn / um einkaréttinn á að lifa í friði í landinu helga“; „víglínan liggur þvert gegnum daglegt líf“ og „hvorugur hikar við að fórna syni hins“. Á milli ferðast pílagrímar og aðrir ferðalangar sem sumir „þurfa að ljúga á sig trú í rannsóknarréttinum“ og bíða þolinmóðir þar til „vígbúinn umferðar- vörður / [veifi] rútunni í gegn með hríð- skotabyssunni“. Í slíku umhverfi fær hugtakið ‚frelsi‘ á sig allt annan blæ en það ‚frelsi‘ í fjármálum og fjárfestingum sem var fyrsta boðorðið í grillveislunni miklu fyrir hrun. Enda gefur palestínskt skáld lítið fyrir frelsið sem íslenska skáldið tjáir því að sé yrkisefni sitt, þótt skáldkonan íslenska þori „ekki fyrir [sitt] litla líf að nefna það þarna / að [hún] væri að skrifa um fleirtölufrelsið heima hjá [sér]“. Sá palestínski fullyrðir að „það skipti ekki málið hvort menn væru frjálsir / ef þeir kynnu ekki að fara með frelsið“ og líst mun betur á yrkis- efni samferðakonunnar „um hið sífellda stríð sem geisar í huganum“. Ljóðmælandinn ferðast um „muster- ishæðina síonfjall og hauskúpuhæðina“ þar sem sjá má „konur með slæður og karla með hatta og kollhúfur // ferða- menn með derhúfur og þyrnikórónur / og unglinga með volduga hermanna- hjálma / í grágrænum felulit. Og við sjálfan grátmúrinn „er mannkynið / klofið sundur í tvær ójafnar fylkingar // plássfreka karla / og konur sem mega náðarsamlegast gráta // og biðja / í sínu afmarkaða kerlingarhorni.“ Í síðustu ljóðlínunum má sjá annað þema sem glöggt má greina má í ljóða- bókinni; misjafnan hlut kvenna og karla. Ég minni á að „mæður og dætur“ stóðu „norðan við gasgrillið“ en „feður og synir þar sunnan við“ undir skjól- veggnum heima – kerlingarhornin eru víða. Einna sterkast hjómar þetta þema í lok II. hluta þar sem ljóðmælandi er staddur „á miðri musterishæðinni / undir hornsteini heimsins / sem er ram- maður inn í marmara og gull“. Þar sem stendur „galopin gröf eða pyttur / þar sem sálir feðranna marsera hring / eftir hring við einn eilífðar sorgarsálm“. Síðan fylgir löng nafnaruna ættfeðra gyðinga og kristinna manna og spá- manna kristinna og múslima sem þar standa með „nokkrum nafngreindum englum af karlkyni / ásamt persneskum keisurum rómverskum landstjórum / hellenskum kóngum kalífum krossför- um soldánum / og útvöldum nútíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.