Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 33
É g v e r ð a l l t a f s v o h i s s a
TMM 2016 · 3 33
Er öðruvísi að vera rithöfundur af kvenkyni en af karlkyni? Hver heldurðu
að sé munurinn á stöðu karl- og kvenhöfunda?
Ég hef aðeins verið höfundur af kvenkyni og hef aldrei orðið vör við að það
sé hamlandi, það hafa kannski aðrir höfundar aðra sögu að segja, sérstaklega
af kynslóðunum á undan. Ég læt þetta ekki flækjast fyrir mér.
Hefurðu orðið vör við að hægst hafi á endurnýjuninni í rithöfundastétt hér
á Íslandi? Geturðu ímyndað þér hvað valdi?
Ég held það komi í bylgjum, það er að koma fram fylking af fólki sem
er að gefa út fyrstu bækur, aðrar bækur, halda ljóðakvöld. Þetta er eins og
með fuglastofna, eitt árið er talað um að þessi fugl eða hinn sé kominn í
útrýmingarhættu, svo nokkrum árum seinna hressist ástandið – þetta eru
svona náttúrulegar sveiflur.
Hver er annars staða íslenskra bókmennta í dag?
Þær stefna háskalega í að vera lúxusvara í búðum, því miður, en inni-
haldið er alveg ágætt. Það þarf hinsvegar að passa sig á hæpinu, keyra ekki
alltaf upp sömu hringekjuna: að þetta séu heimsins bestu bækur sem komi
út. Við erum mjög lítill hópur á alþjóðlega vísu, hann gerir gríðarlegt gagn
fyrir tungumálið og hugsunina hér, en hann er ekki áhrifaríkur á heimsvísu.
Kannski asnaleg spurning handa ljóðskáldi: ertu ljóðelsk?
Nei ekki asnaleg spurning, mörg skáld lesa ekki önnur – ég nýt þess að lesa
ljóð og þykir gott að fá sjónarhorn annarra á lífið.
Viltu segja mér eitthvað um framtíð skáldskaparins?
Já, hann bjargar mannslífum, á þann hátt að hann getur bjargað sálar-
heill og haldið til haga upplýsingum um fortíð og samtíð. Þess vegna er ekki
gott ef yfirráðasvæði hans minnkar, umfang hans dregst saman og skáld-
skapurinn verður að sérréttindakima eða neðanjarðarmenningu. Það er eins
gott að hann lifi áfram góðu lífi.