Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 119
Vi n n u t i t l a r : A ð l j ó s b e r a TMM 2016 · 3 119 Fyrir skáld, rithöfund, og listakonu, er samband hennar við efnið sem hún notar til að búa til verk sín sett í erfiða stöðu – hvort sem efnið er tungumál, líkamlegt, mótan- legt, náttúrulegt … Melitta hafði með sér kunnuglega iðju – býflugnarækt – og reyndi tilfæringar, til kætingar, eða aðlögun að íslensku vistkerfi. Að rækta býflugur krefst verklegs náms í því hvernig vistkerfi virkar. Með býflugnarækt lærði Melitta hvernig íslenskt vistkerfi talar annars konar mállýsku en gamla heimasveitin hennar. Þegar ég sóttist eftir því að flytja inn í landið þá kannaði ég býflugnarækt á Íslandi. Eðlisávísun mín og Melittu var söm – leið til að verða náin vistkerfi með samskiptum við nákomna en ómennska veru: býflugu. Samkvæmt Býflugnaræktendafélagi Íslands voru fjórtán býflugnabændur á landinu. Sem barn fór ég oft í býflugnaræktargallann og aðstoðaði pabba minn við að blása reyk á býflugurnar til að reka þær út úr búum sínum. Sem fullorðin manneskja vonast ég til að einhvern daginn, þegar ég hef komið mér vel fyrir, taki ég aftur upp þessa mótandi iðju. Þannig varð til draumur minn um að verða fimmtándi býflugnabóndinn. Það sem Melitta byrjaði á fyrir svo mörgum árum, sem frumkvöðull í íslenskri býflugnarækt, hefur loksins náð fótfestu í hér á landi, þrátt fyrir að það sé erfið iðja. Á sama hátt ruddi hún leið sem rithöfundur og listamaður í nýju landi, leið sem kannski hefur ekki hlotið næga viðurkenningu, leið óvæntra nýjunga fyrir þá handfylli rithöf- unda og listafólks af erlendum uppruna sem nú býr hér. Að taka þetta skref til að fagna skáldlegu framlagi hennar til íslensks samfélags styður við blómstur sem vaxa í samskiptum milli ólíkra menningargilda og setur sömuleiðis fram varfærna en spennandi spurningu um varðveislu tungumála og könnun þeirra. Með því að útnefna Reykjavík sem Bókmenntaborg UNESCO, öðlast bókmennta- saga hennar viðurkenningu, og að sama skapi er framtíð hennar búin undir villta umbreytingu þegar rithöfundar af innlendum og útlendum uppruna hleypa nýju lífi í hana. Hvernig munu tungumál okkar líkamnast í okkur, og hvernig skrifum við líkama okkar inn í tungumálin okkar? Hvernig mun íslenska, og hugtakið íslenskar bók- menntir (hvort sem skrifaðar eru á íslensku eða öðru tungumáli) bregðast við höndum og munnum elskenda sinna af erlendum uppruna? Og hverjar verða breytingarnar á smekk, viðhorfum og stuðningskerfi (útgáfa, styrkir) íslensks þjóðfélags til að bregðast við þessum hvalreka listafólks af erlendum uppruna sem getur sagt um Ísland: Hér ég bý. Ég þakka ykkur fyrir áheyrnina. Í lok viðburðarins var ég kynnt fyrir Vigdísi, Sjón og Ásgerði Júníusdóttur. Á meðan ég er veikróma, þá eru Vigdís og Ásgerður táknmyndir framtíðar þar sem styrkur býr í eftirgjöf og viðkvæmni. Vigdís ræddi við mig á íslensku og ég óskaði þess að búa yfir nægri færni til þess að þakka henni – sem konu, hugrakkri konu og fyrir vera mér viti á siglingu minni gegnum dimman storm. Ásgerður talaði um framtíð okkar, þar sem hún myndi syngja kvæðin mín á Listahátíð Reykjavíkur þegar tónleikur Valgeirs Sigurðssonar og VaVaVoom-hópsins byggður á ljóðabókinni Wide Slumber for Lepidopterists yrði frumfluttur. Meðan ég stóð þarna hjá þeim, hæglát og hljóð eftir að hafa tjáð mig stutt- lega, þá fór ég að velta fyrir mér kvæðinu „Ljósberar“ eftir Sjón. Var það skrifað með það í huga að fréttabréf Ljóssins ávarpar krabbameinssjúklinga sem ljósbera? Ég myndi halda áfram að læra íslensku. Einn góðan veðurdag myndi ég spyrja hann þessarar spurningar á íslensku í eigin persónu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.