Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 120
120 TMM 2016 · 3 Einar Már Jónsson Heiðloftið bláa Kannske muna einhverjir eftir and- rúmsloftinu fyrstu mánuðina eftir Hrunið. Þá fannst mönnum blasa við augum að frjálshyggjan hefði beðið end- anlegt skipbrot og Hayek reynst falsspá- maður, dómi sögunnar yrði ekki áfrýj- að. Um leið fóru menn að muna eftir Keynes sem hafði verið ónefnanlegur áratugum saman, hann hafði orðið fyrir því sem Rómverjar kölluðu damnatio memoriae, og kenningar hans komust aftur á dagskrá. Frjálshyggjumenn voru hins vegar horfnir af sjónarsviðinu, ef einhver þeirra reyndi að þráast við og útskýra það sem gerst hafði eftir sínum eigin kokkabókum hljómaði það hjá- rænulega, því töluðu þeir fyrir daufum eyrum. En þeir voru þó engan veginn búnir að gefast upp, þeir höfðu aðeins skriðið niður í jarðholur og hella, og þar kúrðu þeir í myrkrinu um hríð og reyndu að fá menn til að gleyma sér. Einstaka menn tóku að vísu til við að endurskrifa sög- una, en þeir voru færri sem ljáðu því eyru, kannske ekki nema eitthvað um þrettán prósent. En svo leið tíminn, endurminningarnar um Hrunið tóku að dofna, viðreisnin fór að nokkru leyti í handaskolum, og þá gerðist það að frjálshyggjumenn byrjuðu að skríða aftur út úr holunum; þeir höfðu ekkert lært og engu gleymt, og hvíldin í myrkr- inu hafði gert þá enn illvígari. Nú flögg- uðu þeir ekki aðeins skrattanum Hayek heldur og líka ömmu skrattans, frú Ayn Rand. Keynes var enn nefndur en nafn hans var skammaryrði, slett á menn til að drótta því að þeim að þeir væru ekki annað en álfar út úr hól. Áður en nokk- ur vissi af voru frjálshyggjumenn aftur búnir að hrifsa til sín stjórnvölinn um víða veröld og teknir til við einkavæð- ingar, afreglanir og þær sjálftökur sem slíkum íþróttum fylgja. Ekkert virtist lengur geta orðið þeim fjötur um fót, þeir gengu rammefldir til verka svo bergmálaði á Tortola. Því er mönnum nú hollast að vera við öllu búnir, láta sér ekki koma í opna skjöldu það sem yfir kann að dynja, þótt litlar líkur séu á því að nokkur fái nokk- uð við því gert, og kannske er sumum stóísk hugarhægð í því að vita fyrirfram í hvers konar sósu þeir verði étnir, eins og Frakkar segja. Nauðsynlegt er að skoða framtíðina í ljósi fortíðarinnar, og leggja eyru við spásögnum ófreskra manna. Svo mælir Jón Krukkur: Ég sé iðandi hillingar við sjóndeilar- hring sem nálgast ört. Skyndilega munu menn vakna upp við að búið er að einkavæða Jörðina og allt sem á henni er og henni fylgir, ekki síst útsýnið á fögr- um stöðum; Vatnið bæði heitt og kalt, og um leið hafið allt, svo og ár, vötn og læki; og loks Eldinn, sem sé orkuna. En þá rennur upp fyrir athafnamönnum, að þarna eru einungis þrjár höfuðskepnur komnar í gagnið, en höfuðskepnurnar eru fjórar eins og allir vita; það vantar sem sé sjálft Loftið svo allt sé fullkomn- að. Og ekkert má verða útundan, því ef sameignarsinnum tekst að halda í eitt- hvað, hversu lítið sem það er, munu þeir óhjákvæmilega færa sig upp á skaftið og sölsa undir sig meira og meira, það er hin vísa leið til ánauðar. Postularnir verða strax gerðir út af örkinni, því H u g v e k j a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.