Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 5
Þ j ó ð í l e i t a ð þ j ó ð s ö n g TMM 2016 · 3 5 smíði var í frumbernsku, aðeins ár liðið frá því að fyrsta veraldlega sönglagið eftir nafngreindan Íslending kom út á prenti.4 Sjálfur hafði Sveinbjörn Svein- björnsson, sem þá var tæplega þrítugur og hafði verið búsettur erlendis um sex ára skeið, aðeins samið sárafá tónverk og þetta var fyrsta tilraun hans til að smíða lag við íslenskan texta.5 Það segir sitt um landlægan skort þjóðar- innar á sönglögum á síðasta fjórðungi 19. aldar að ein fyrsta tónsmíð sem íslenskt tónskáld festi á blað skuli hafa orðið þjóðsöngur. Einskis þarfnaðist hin vaxandi þjóð fremur af tónskáldum sínum. Í ævisögu Sveinbjörns sem Jón Þórarinsson ritaði getur höfundur þess að tónskáldið hafi þegar árið 1878 notað orðið „þjóðsöngur“ um lag sitt, og leiðir líkur að því að hugmyndin að þeirri nafngift sé upphaflega komin frá Eiríki Magnússyni bókaverði í Cambridge.6 Hann var mikill áhugamaður um tón- list og að auki ákafur stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar. En þótt Eiríkur kunni að hafa haft dálæti á laginu var umræðan um þjóðsöng enn á upp- hafsreit á Íslandi. Eldgamla Ísafold hafði unnið sér sess meðal landsmanna sem eins konar óopinber þjóðsöngur og þegar sungið var minni Íslands við hátíðleg tilefni varð það lag oftast fyrir valinu. Til dæmis sungu allir fundar- menn Eldgamla Ísafold í lok þjóðfundar á Þingvöllum, 29. júní 1873.7 Mátti þó bæði deila um ljóð og lag. Helst var að því fundið að laglínan væri þegar víða notuð, því að hún var bæði þjóðsöngur Englendinga (God Save the King) og Þjóðverja (Heil dir im Siegerkranz), auk þess sem Svíþjóð, Noregur, Rússland og Sviss höfðu hana sem þjóðsöng um lengri eða skemmri hríð. Það kann að skjóta skökku við en nokkur fyrstu dæmin þess að Ó, Guð vors lands hafi gegnt hlutverki þjóðsöngs eru ættuð af vettvangi sjálfrar herraþjóðarinnar, Dana. Í febrúar 1901 var efnt til íslensk-færeyskrar „skemmtisamkomu“ í sal Oddfellow-hallarinnar í Kaupmannahöfn og var tilgangurinn sá að vekja skilning Dana á íslensku og færeysku þjóðlífi. Um 1600 manns voru viðstaddir, meðal annars Valdimar prins og María kona hans, þingmenn, borgarstjórn Kaupmannahafnar og ýmsir mikils metnir listamenn. Samkoman þótti heppnast vel og fékk lof í dönskum blöðum; meðal annars hélt Finnur Jónsson erindi, Færeyingar stigu dans og hópur íslenskra stúdenta flutti íslensk lög og tvísöngva undir stjórn Sigfúsar Einarssonar. Kvöldið hófst með því að Frederik Schnedler-Petersen, sem hafði lært hjá meisturum á borð við Niels Gade og Joseph Joachim, stjórn- aði Tívolíhljómsveitinni, þar sem hann var konsertmeistari og síðar aðal- stjórnandi, í danska þjóðsöngnum (Det er et yndigt land) og því næst „den smukke Melodi til den islandske Nationalhymne“ eins og einn blaðadómari komst að orði og átti þar við Ó, Guð vors lands.8 Nokkrum árum síðar, árið 1910, seldi Sveinbjörn forlaginu Wilhelm Hansen í Kaupmannahöfn öll rétt- indi að laginu og sama ár kom það út á prenti, útsett fyrir fjórhent píanó með yfirskriftinni „Islands Nationalhymne“. Því má með nokkrum sanni segja að Danir hafi fært okkur þjóðsönginn áður en um hann náðist sátt á heimaslóðum.9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.