Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 50
50 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? mitt og símanúmer. Hringdu þegar þú vilt. Finndu mig á Facebook. Ég get hjálpað þér. Við gætum orðið vinkonur, þú veist. Ég fíla ykkur, Pólverjana.“ Kona Íslenska „kona“ er „að deyja“ á pólsku. Kobieta kona. Kona er að deyja. Kona kona. Kobieta er að deyja. Kona kona. Kona er að deyja. Pólsk kona kobieta er að deyja á Íslandi kona eða eitthvað er að deyja innra með henni. Kona komin að endalokum. Kona. að verða tilbúin, mótuð. Kona. að verða fullbúin, fullkomin. Kona Með andlitið fullt af viðbjóði henti hún frá sér matseðlinum. Hún lyfti handleggjunum og krosslagði þá fyrir framan andlitið. „No service,“ sagði hún. Á ensku. Hún vildi að ég skildi þetta og ég gerði það. Við eigum öll slæma daga. Sérstaklega á veitingahúsunum. Mér er enn brennheitt í vöngum þegar ég segi: „Borð fimm vill ekki láta útlending þjóna sér.“ Brynja lyftir brúnum í vandræðalegri þögninni og teygir sig í svarta bakk- ann. Ég greini bara bjarmann af ljósa taglinu þegar hún skýst framhjá mér í átt að borðinu. Ég? Ég fel mig á bakvið salatbarinn. Þetta er eftirlætisstaðurinn minn á veitingahúsinu. Salatbarinn. Þegar ég græt, þegar ég roðna, þegar ég óska þess að geta hlegið, fer ég þangað og stilli grænmetinu þannig að það sé gordjöss. Ég lýt höfði og skoða hólfin. Ég þurrka rauðrófusafa af nefinu af Búddanum. Ég fer um heilunarsteinana í leit að týndum gúrkum, tómötum, baunum, korni og þar finn ég ró. Ekki í dag. En þykkt hár! Hópur kvenna kemur inn. Falleg, kringlótt, fagurmótuð höfuð. Þær fara úr yfirhöfnunum, slétta úr peysunum, gyrða sig. Þær hnusa út í loftið. Gjóa örsnöggt augum að salatbarnum. Jæja! Þær ætla að fá sér bita. Ég finn kvíðakastið hellast yfir mig. „Getur þú tekið þær?“ Ég bið Brynju aftur. Hún lítur á kvennahópinn. „Gerðu það. Þær virka svo íslenskar!“ grátbið ég. Hún brosir, nær í matseðla og fer til þeirra. Og ég? Ég fel mig á bakvið ísskápinn í þetta sinn. „Ertu að forðast viðskiptavinina?“ spyr Óli. Ég roðna. „Er allt í lagi, elskan? Er allt í lagi með þig?“ Hann spyr tvisvar. Yfirvegað Jesú-andlit með spurul blá augu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.