Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Blaðsíða 137
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2016 · 3 137
kaflanna, við fylgjumst með hennar við-
kvæma en grunnsterka sálarlífi veðrast í
hvunndagsraununum og mælum kostn-
aðinn við baráttu hennar við að halda
sjálfri sér á andlegu lífi og að halda
opinni leið Þórðar út úr hinum harða
heimi sjómennskunnar. Glíma sem hin
heimsku örlög dæma tapaða með harm-
rænu fráfalli Þórðar í blóma lífsins.
Kannski nær svo fléttueðli verksins
hápunkti sínum þegar við, loksins, fáum
að gægjast í bréf Gunnars Gunnarssonar
skálds til Margrétar þar sem hann talar
um móðurást og móðurmissi við kon-
una sem missti son sinn og augastein en
las aldrei bréfið, en við lesum það yfir
öxlina á Jakobi sem einmitt missti konu
sína og sonur hans móðurina, og faðir-
inn soninn í framhaldinu.
Það er rétt að kalla glímuna tapaða
því sjónarhorn sögunnar er alls ekki
hlutlaust í þessari baráttu allri. Jón Kal-
man stendur með sköpuninni. Það er
hægt að lesa söguna sem uppgjör við
íslenskan hörku-, vinnu- og kuldakúltúr
í hundrað ár og kannski er hún aldrei
eins sannfærandi og í lýsingunni á
hvernig sannfærðir stríðsmenn þeirrar
menningar eru jafnframt fórnarlömb
hennar.
En sagan er samt ekki einfeldnings-
legt áróðursrit fyrir lífi í listum og anda.
Eitt meginstef hennar er skoðun á
tveimur stórum sögulegum atriðum
sem kippa grundvellinum undan blindri
vinnusemismenningunni: hernum og
kvótakerfinu. Hið fyrra með mannsæm-
andi launum án þess að skrifa undir
stritmenningu heimamanna, hið síðara
með því að rústa samfélögum á borð við
Keflavík, um leið og þau eiga þátt í að
binda enda á lífshætti sem Oddur, ætt-
faðir sögunnar, lítur á sem náttúrulög-
mál, nánast trúarbrögð.
Firringin sem þessi uppbrot hafa í för
með sér á sér hliðstæðu í viðureign
þeirra sögupersóna sem helst eru hand-
gengnar heimi andans við hversdaginn
og harða kröfu lífsbaráttunnar. Við
sjáum hvernig sjálfsmynd Margrétar
veðrast og lífsgleðin fölnar í stritinu og
vegna þess hvernig Oddur og samfélagið
allt gengur að því sem gefnu að hún – og
Þórður – lúti valdi hefðanna, vanans og
vinnunnar; þó að það sem einmitt dragi
hann að henni sé að hún er ekki „af
þessum heimi“ strits og þumbaraháttar.
Um tíma virðist von til þess að einhvers-
konar sátt verði þar sem sagan um jarð-
bundna vinnuþjarkinn og hina heillandi
og skapandi eiginkonu endurtekur sig í
lífi foreldra Ara. En á einni eftirminni-
legri kvöldstund er fótunum kippt þar
undan. Jakob fellur á því prófi að geta
einlæglega samfagnað unnustu sinni
með fyrsta útgefna skáldskapinn.
V
Jón Kalman hefur í bókum sínu farið
ýmsar leiðir með frásagnarhátt. Stund-
um stendur sögumaður utan við og sér í
hug allra, í öðrum bókum rekur aðal-
persónan söguna í fyrstu persónu. For-
vitnilegt og áhrifaríkt er stílbragð sem
hann bregður fyrir sig í Sumarljós og
svo kemur nóttin (2005). Þar er rödd
sögumanns nokkurskonar kór, talar um
sig með persónufornafninu „við“ og til-
finningin verður sú að allt þorpið tali. Í
þríleiknum sem hófst með Himnaríki
og helvíti er eins og hinir framliðnu hafi
orðið.
Hér kemur enn eitt tilbrigðið, sögu-
maður sem er hluti sögunnar, talar um
sig sem frænda og samferðamann Ara
og á sér einhverskonar samsvarandi og
samhliða tilvist, en er þó þokukenndur,
alvitrari en svo að hann sé alfarið af
þessum heimi og virðist leysast upp í
lokin. Þetta er áhrifarík aðferð og Jón fer
ákaflega fimlega með hana. Eins og
reyndar öll sín stílbrögð.