Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 137
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2016 · 3 137 kaflanna, við fylgjumst með hennar við- kvæma en grunnsterka sálarlífi veðrast í hvunndagsraununum og mælum kostn- aðinn við baráttu hennar við að halda sjálfri sér á andlegu lífi og að halda opinni leið Þórðar út úr hinum harða heimi sjómennskunnar. Glíma sem hin heimsku örlög dæma tapaða með harm- rænu fráfalli Þórðar í blóma lífsins. Kannski nær svo fléttueðli verksins hápunkti sínum þegar við, loksins, fáum að gægjast í bréf Gunnars Gunnarssonar skálds til Margrétar þar sem hann talar um móðurást og móðurmissi við kon- una sem missti son sinn og augastein en las aldrei bréfið, en við lesum það yfir öxlina á Jakobi sem einmitt missti konu sína og sonur hans móðurina, og faðir- inn soninn í framhaldinu. Það er rétt að kalla glímuna tapaða því sjónarhorn sögunnar er alls ekki hlutlaust í þessari baráttu allri. Jón Kal- man stendur með sköpuninni. Það er hægt að lesa söguna sem uppgjör við íslenskan hörku-, vinnu- og kuldakúltúr í hundrað ár og kannski er hún aldrei eins sannfærandi og í lýsingunni á hvernig sannfærðir stríðsmenn þeirrar menningar eru jafnframt fórnarlömb hennar. En sagan er samt ekki einfeldnings- legt áróðursrit fyrir lífi í listum og anda. Eitt meginstef hennar er skoðun á tveimur stórum sögulegum atriðum sem kippa grundvellinum undan blindri vinnusemismenningunni: hernum og kvótakerfinu. Hið fyrra með mannsæm- andi launum án þess að skrifa undir stritmenningu heimamanna, hið síðara með því að rústa samfélögum á borð við Keflavík, um leið og þau eiga þátt í að binda enda á lífshætti sem Oddur, ætt- faðir sögunnar, lítur á sem náttúrulög- mál, nánast trúarbrögð. Firringin sem þessi uppbrot hafa í för með sér á sér hliðstæðu í viðureign þeirra sögupersóna sem helst eru hand- gengnar heimi andans við hversdaginn og harða kröfu lífsbaráttunnar. Við sjáum hvernig sjálfsmynd Margrétar veðrast og lífsgleðin fölnar í stritinu og vegna þess hvernig Oddur og samfélagið allt gengur að því sem gefnu að hún – og Þórður – lúti valdi hefðanna, vanans og vinnunnar; þó að það sem einmitt dragi hann að henni sé að hún er ekki „af þessum heimi“ strits og þumbaraháttar. Um tíma virðist von til þess að einhvers- konar sátt verði þar sem sagan um jarð- bundna vinnuþjarkinn og hina heillandi og skapandi eiginkonu endurtekur sig í lífi foreldra Ara. En á einni eftirminni- legri kvöldstund er fótunum kippt þar undan. Jakob fellur á því prófi að geta einlæglega samfagnað unnustu sinni með fyrsta útgefna skáldskapinn. V Jón Kalman hefur í bókum sínu farið ýmsar leiðir með frásagnarhátt. Stund- um stendur sögumaður utan við og sér í hug allra, í öðrum bókum rekur aðal- persónan söguna í fyrstu persónu. For- vitnilegt og áhrifaríkt er stílbragð sem hann bregður fyrir sig í Sumarljós og svo kemur nóttin (2005). Þar er rödd sögumanns nokkurskonar kór, talar um sig með persónufornafninu „við“ og til- finningin verður sú að allt þorpið tali. Í þríleiknum sem hófst með Himnaríki og helvíti er eins og hinir framliðnu hafi orðið. Hér kemur enn eitt tilbrigðið, sögu- maður sem er hluti sögunnar, talar um sig sem frænda og samferðamann Ara og á sér einhverskonar samsvarandi og samhliða tilvist, en er þó þokukenndur, alvitrari en svo að hann sé alfarið af þessum heimi og virðist leysast upp í lokin. Þetta er áhrifarík aðferð og Jón fer ákaflega fimlega með hana. Eins og reyndar öll sín stílbrögð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.