Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 57
„ Á m e ð a n þ i ð í h u g a n u m s p y r j i ð u m a f d r i f m í n “ TMM 2016 · 3 57 unum þegar börnin áttu ekkert lengur til að fara í. Þegar Helgu áskotnaðist peningur keypti hún inn og þær elduðu ofan í mannskapinn. En Helga minnist þess að þegar gesti bar að garði, hafi þeir frekar mætt með svarta- dauða og tóbak en matvæli. Það hafi einnig átt við um Dag. Dagur leggur til að þau Helga ferðist til Sikileyjar, sem Halldór Laxness, mágur fósturmóður hans hafði mælt með. Þau leggja af stað í lok árs 1963, væntanlega með fragtskipi til Hamborgar. Eina lesefnið meðferðis er auk orðabóka, Egla, Heimskringla og ein bók eftir Günter Grass. Seinna hafði Helga áform um að þýða Eglu og Heimskringlu yfir á þýsku, enda þá ekki til aðrar útgáfur af þeim íslensku fornritum en Thule-ritröðin, sem nauð- synlegt var að endurskoða. Ferðalagið frá Hamborg í gegnum Þýskaland og yfir Alpana er mikil upplifun fyrir Helgu sem einungis hefur kynnst Austur-Þýskalandi og Íslandi, en þó hrífur Ítalía hana mest með aragrúa af fólki á mörkuðum, hróp og læti af þeim toga sem hún hefur ekki kynnst í norðurhluta álfunnar. Ítalíudvölin einkennist þó af peningaskorti, en þau skötuhjúin stóðu í þeirri meiningu að þeim tækist að vinna sér fyrir mat sem ekki reyndist mögulegt. Helga sendir fjölmörg bréf til eiginmanns síns og biður hann um peningaaðstoð. Örn er ekki tilbúinn að fjármagna ferðalag þeirra Dags og undir lokin sendir faðir Dags þeim peninga til að koma þeim heim í gegnum Kaupmannahöfn. Helga sendir ljóðaheftið sitt til vestur-þýskra forlaga þegar á leið sinni til Sikileyjar og vonast eftir svari sem bætt gæti fjárhaginn. En hún þarf líka að komast út úr einangruninni sem tungumálið skapar henni á Íslandi, hún þarf að fá þýskan forleggjara. Hún fær svar frá forlagi í Frankfurt sem vill taka ljóð eftir hana í safnrit og forleggjari í Hamborg vill fá að sjá meira eftir hana. Á heimleiðinni kemur Helga við hjá forlaginu í Hamborg en hefur ekki erindi sem erfiði. Þau eru alveg peningalaus og hún þarf að fara fótgangandi til forlagsins og vonast eftir að fá kaffi og kexköku. Helga á ættingja í Ham- borg en hún vill ekki að móðursystir hennar sem verið hefur hennar nánasti ættingi frétti að hún hafi farið frá eiginmanni sínum og sé nú á ferðalagi með öðrum manni, svo hún lætur vera að hafa samband. Þegar þau Dagur komast loks til Kaupmannahafnar taka ættingjar hans vel á móti þeim, þau fá vistir og þak yfir höfuðið. Ári seinna ferðast Helga ásamt Erni til Parísar og fara þau þaðan á putt- anum, en að sögn Helgu mestmegnis gangandi til Barcelona. Þá hefur hún fengið jákvætt svar frá forlagi, en ritstjórinn hennar, skáldkonan Elisabeth Borchers, er henni mjög hliðholl og sendir henni peningasendingar þangað sem þau eru á ferðalagi. Helga reyndi enn og aftur að flytja til Austur-Þýskalands árið 1965. Upp- full af bjartsýni eftir lestur gagnrýninna skrifa Roberts Havemann prófess- ors við Humboldt-háskólann og sjálfsörugg með eigin ljóðabók í farteskinu sækir hún um nám við bókmenntaakademíuna í Austur-Berlín. Hún er tekin þar inn og á að fá 500 marka námsstyrk mánaðarlega. Hún hefur plön um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.