Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 9
Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ 7
4. Reimt gerist eítir Solveigu.
Atburður þessi hafði að vonum mikil áhrif á heima-
fólk á Miklabæ og í nágrenni. Hjátrú var þá rík í landi,
og töldu menn, að Solveig gengi mjög aftur. Næstu
nótt eftir að Solveig var jarðsett, dreymdi prest, að hún
kæmi til hans og segði: „Fyrst þú ekki unnir mér legs í
vígðri mold, skalt þú eigi heldur fá þar að hvíla.“ Fékk
draumur þessi mjög á prest, og mætti ef til vill af því
draga þá ályktun, að hann hafi ekki með öllu haft
hreina samvizku í samskiptum þeirra Solveigar. Gerð-
ist nú prestur þunglyndur og svo myrkhræddur, að
hann þorði vart einn að vera, þá er skyggja tók.
Heimafólk á Miklabæ og fjölmargir í grenndinni
þóttust sjá Solveigu ganga ljósum logum og oftast þann-
ig, að hún var með höfuðið kert aftur á bak, og stóð
blóðboginn úr hálsinum. Varð þetta sem smitandi far-
aldur, að hver sagði öðrum frá sinni sýn og hver gerði
annan því óttafyllri sem fleiri sögðu frá. Þorði fólkið
á Miklabæ ekki ofan, er skyggja tók, og fólk þorði ekki
í milli bæja nema fleiri væru saman.1) Séra Oddur, sem
áður hafði verið hinn mesti kjarkmaður, gerðist nú svo
lítilsigldur, að hann gat aldrei einn verið eftir að
skyggja tók. Hafði hann orð á því við vini sína, að
sennilegast þætti sér að Solveigu mundi takast að efna
á sér hótun sína. Sóknarfólk séra Odds vissi um þann
veikleika hans, að hann óttaðist að vera einri á ferð, er
skyggja tók, og var það orðinn fastur siður að bjóða
honum fylgd, hvar sem hann var á ferð, og jafnvel að
láta fylgja honum, þótt hann teldi þess enga þörf. Hafði
og kona hans beðið menn um það. Mátti því kalla, að
1) „Nálega sótti Solveig hverja nótt að Jóni Steingrímssyni,
og burtu fór hann um vorið," segir Gísli Konráðsson.