Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 52
4.
Af Hjaltastaða-draugnum.
[Fljótaskriftarhandrit frá því skömmu eftir 1800, líklega úr eigu
Jóns Sigurðssonar úr Njarðvík. Sbr. Huld. 1893, bls. 20—25, —
Sagnaþætti Þjóðólfs II. 1907, bls. 55—69, — Þjóðsögur Jóns
Árnasonar I., bls. 307—309, — Árbækur Espólíns X., bls. 21—22,
— og íslenzka annála 1400—1800 III., bls. 608—612, IV. 362—365
og 406. — Að öllum líkindum er þessi frásögn eldri en sú, sem
séra Jón Oddsson ritaði upp fyrir Pétur Þorsteinsson sýslumann
og prentuð er í Sagnaþáttum Þjóðólfs.j
Anno 1750 þann 13. febrúar, á Hjaltastað í Út-
mannasveit í Múlasýslu, heyrði einn maður óvenjulegt
hljóð í fjósinu, kallaði svo á aðra til sín, hverir að
heyrðu þessi sömu ólæti í einum eyðibási. Þegar þetta
spurðist í bæinn, gekk presturinn þá verandi, séra Jón
Oddsson, út í fjósið og upp í eyðibásinn. Heyrði hann
þessi sömu hljóð eftir sem virtist í veggnum bak við
sig. Þar eftir heyrðust þau í brunnhúsi innar af fjósinu;
hélzt þetta við þrjú eða fjögur kvöld. Þar eftir heyrð-
ust þessi óhljóð frammi í bænum og um síðir í baðstof-
unni með dynkjum og höggum og skiljanlegri raust,
sem nefndi mennina á nafn, spyrjandi, hvort sá og sá
svæfi, og sem ei var svarað, lét þessi raust því verr:
„Nei, þú sefur ekki; þið skuluð öldungis ei sofa.“ En er
þetta komst í vana nótt eftir nótt, og fólkið svaraði,