Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 32
30
ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma
ómegnugur að bera það. Hið myrka haustkvöld 1786
sigrar hugstríðið karlmennsku hans, og hann fargar
sér, en hvar eða með hverjum hætti, verður sennilega
aldrei vitað.
10. Lokaspiall.
Þessi þáttur er ekki þjóðsaga í venjulegum skilningi.
Hann er frásögnin af hinum tvíþætta harmleik, sem
gerðist á Miklabæ í Blönduhlíð á síðasta fjórðungi átj-
ándu aldarinnar, harmleiknum, sem orðið hefur al-
þýðunni að yrkisefni þau 160 ár, sem liðin eru frá
dauða Odds prests og eflaust heldur áfram að vera það.
En til þess að fá sanna mynd af þeim atburðum í ljósi
þeirrar tíðar, er þeir gerðust á, varð ekki hjá því kom-
izt að taka þjóðsagnirnar með; annars hefði myndin
ekki orðið rétt.
Dúkpjötlunnar, sem fannst í gröf Solveigar, hafði
verið getið í gegnum miðilssambandið. Þetta tel eg
mjög merkilegt atriði, og væri það fyllilega vert þess,
að frá því væri skýrt greinilegar en séra Lárus gerir í
greininni í Morgni, því að hann aðeins víkur að þessu
atriði. Eg tel þetta mjög sterka sönnun þess, að verur
frá annarri tilveru hafi þar haft samband við lifandi
menn. Og eg tel, að sú vera hafi einmitt með þessu vilj-
að sanna tilveru sína, því að dúkpjatlan var algert auka-
atriði í sambandi við gröf Solveigar, en hún var sterk
sönnun þess, að beinin, sem tekin voru upp, væru hin
réttu, þar sem frá þessu, sem enginn af viðstöddum gat
vitað um, var sagt áður en byrjað var að leita að bein-
unum.