Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 47

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 47
45 Gríma] SAGNIR UM JÓN HALLDÓRSSON „Ríð þú ekki ána, Aðalbjörg." „Það er ekkert að ríða hana,“ svarar Aðalbjörg. Jón leggur þá hönd sína á höfuð barnsins og segir: „Sín leið liggur fyrir hverju barni.“ Heldur svo Aðalbjörg ferð sinni áfram, unz hún kemur að Skíðadalsá. Ríður hún hiklaust út í ána, en svo tekst til, að hest hennar hrekur af vaðinu, og losnar Aðalbjörg við hann ásamt barninu. Drukknaði barnið þarna í ánni, en Aðalbjörg náðist, hrakin og langt leidd. Lifði hún eftir það langa ævi og þótti mik- ilhæf í mörgu. 7. Spáð fyrir Kristjönu á Hóli. Þegar Kristjana á Hóli á Upsaströnd var ung, dvald- ist hún í fóstri hjá Jóni á Syðra-Hvarfi og Kristínu. — Kristjana var fyrst kona Jóns Þorsteinssonar bónda á Hóli og síðar Þorleifs Jóhannessonar á Hóli, og er hann enn á lífi. Kristjana er dáin fyrir nokkru. Þá er Kristjana var vaxin orðin, fór hún eitt sinn að finna Jón á Syðra-Hvarfi. Færði hún karli brennivínsflösku og fleira smávegis. Jón var þá blindur orðinn. Heimti hann Kristjönu til sín, þreifaði á höfði hennar og hönd- um um stund og mælti síðan: „Einhvern tíma átt þú ofan í þig og þína, Stjana litla.“ Þótti sú spá rætast, því að Kristjana varð síðar vel efnuð og bjó lengi á Hóli. 8. „Það verður snöggt um þig, lón." Jón hét maður Guðmundsson, er bóndi var á Þverá í Skíðadal. Heldur þótti hann drykkfelldur og fasmikill undir áhrifum víns. Dugnaðarmaður var Jón talinn og átti líka kyn til þess. Einu sinni, er Jón á Þverá var staddur við Urða- kirkju, var hann drukkinn og hávær nokkuð. Jón á Syðra-Hvarfi var einnig þarna staddur. Gengur hann til nafna síns, tekur í öxl hans og segir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.