Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 47
45
Gríma] SAGNIR UM JÓN HALLDÓRSSON
„Ríð þú ekki ána, Aðalbjörg." „Það er ekkert að ríða
hana,“ svarar Aðalbjörg. Jón leggur þá hönd sína á
höfuð barnsins og segir: „Sín leið liggur fyrir hverju
barni.“ Heldur svo Aðalbjörg ferð sinni áfram, unz
hún kemur að Skíðadalsá. Ríður hún hiklaust út í ána,
en svo tekst til, að hest hennar hrekur af vaðinu, og
losnar Aðalbjörg við hann ásamt barninu. Drukknaði
barnið þarna í ánni, en Aðalbjörg náðist, hrakin og
langt leidd. Lifði hún eftir það langa ævi og þótti mik-
ilhæf í mörgu.
7. Spáð fyrir Kristjönu á Hóli.
Þegar Kristjana á Hóli á Upsaströnd var ung, dvald-
ist hún í fóstri hjá Jóni á Syðra-Hvarfi og Kristínu. —
Kristjana var fyrst kona Jóns Þorsteinssonar bónda á
Hóli og síðar Þorleifs Jóhannessonar á Hóli, og er
hann enn á lífi. Kristjana er dáin fyrir nokkru. Þá er
Kristjana var vaxin orðin, fór hún eitt sinn að finna
Jón á Syðra-Hvarfi. Færði hún karli brennivínsflösku
og fleira smávegis. Jón var þá blindur orðinn. Heimti
hann Kristjönu til sín, þreifaði á höfði hennar og hönd-
um um stund og mælti síðan: „Einhvern tíma átt þú
ofan í þig og þína, Stjana litla.“ Þótti sú spá rætast, því
að Kristjana varð síðar vel efnuð og bjó lengi á Hóli.
8. „Það verður snöggt um þig, lón."
Jón hét maður Guðmundsson, er bóndi var á Þverá í
Skíðadal. Heldur þótti hann drykkfelldur og fasmikill
undir áhrifum víns. Dugnaðarmaður var Jón talinn og
átti líka kyn til þess.
Einu sinni, er Jón á Þverá var staddur við Urða-
kirkju, var hann drukkinn og hávær nokkuð. Jón á
Syðra-Hvarfi var einnig þarna staddur. Gengur hann
til nafna síns, tekur í öxl hans og segir: