Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 18

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 18
16 ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma menn komu þar niður á kistu, og sneri hún öfugt við það, sem venja er til. Kistan var að sjá að hefði verið mjög sterk, en var að vonum orðin mjög fúin, því að sjáanlegt var, að þarna hafði ekki verið grafið áður afar lengi. Grafarmenn brutu kistuna, og reyndust vera í henni kvenmannsbein, fremur smávaxin. Séra Björn Jónsson var þá enn á Miklabæ. Var hann og aðrir, er þarna voru við, fullvissir, að þetta væru bein Solveigar. Var beinunum komið fyrir, sem venja er með gröft, í gröfinni, sem þarna var tekin, og lík gömlu konunnar svo jarðsett í gröfinni. Lagði prestur mikinn varnað á, að um þetta væri ekki getið, og mun hann hafa gert það vegna vandamanna gömlu konunnar, sem þarna var jarðsett. Komst og ekki kvis á það fyrr en löngu seinna. Bráðlega eftir þetta tók að bera á reimleika, en ekki var talið, að það væri Solveig, heldur gamla konan, sem þarna var jörðuð hjá henni, eða þá einhver önnur, sem ekki varð komizt fyrir um, hver væri. Svipur þessi virt- ist helzt vera á sveimi kringum prestinn, en ekki gerði hann honum né öðrum mein. Sá prestur hann og ýmsir, sem með honum voru á ferð. Konusvipur þessi sást all- glögglega í nokkurri fjarlægð, en leystist upp í þoku, þegar nær honum var komið. Það kom fyrir í nokkur skipti, að meðhjálpari prests var í ferð með honum, er prestur kom frá embættisgerð á annexíunni, Silfrastöð- um. Sáu þeir báðir þá svip þenna glögglega. Fylgdi hann þeim presti eftir alllangan veg. Þeir voru ríðandi og hvöttu hestana og ætluðu að freista að nálgast kven- veru þessa, en er þeir komu í nálægð við hana, þá leyst- ist svipurinn upp og varð að reyk. Pétur Pálmason á Álfgeirsvöllum, faðir Pálma kaup- manns á Sauðárkrók, var eitt sinn á ferð að kvöldlagi á Djúpadalseyrum. Pétur var hestamaður og reið hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.