Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 18
16 ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma
menn komu þar niður á kistu, og sneri hún öfugt við
það, sem venja er til. Kistan var að sjá að hefði verið
mjög sterk, en var að vonum orðin mjög fúin, því að
sjáanlegt var, að þarna hafði ekki verið grafið áður afar
lengi. Grafarmenn brutu kistuna, og reyndust vera í
henni kvenmannsbein, fremur smávaxin. Séra Björn
Jónsson var þá enn á Miklabæ. Var hann og aðrir, er
þarna voru við, fullvissir, að þetta væru bein Solveigar.
Var beinunum komið fyrir, sem venja er með gröft, í
gröfinni, sem þarna var tekin, og lík gömlu konunnar
svo jarðsett í gröfinni. Lagði prestur mikinn varnað á,
að um þetta væri ekki getið, og mun hann hafa gert það
vegna vandamanna gömlu konunnar, sem þarna var
jarðsett. Komst og ekki kvis á það fyrr en löngu seinna.
Bráðlega eftir þetta tók að bera á reimleika, en ekki
var talið, að það væri Solveig, heldur gamla konan, sem
þarna var jörðuð hjá henni, eða þá einhver önnur, sem
ekki varð komizt fyrir um, hver væri. Svipur þessi virt-
ist helzt vera á sveimi kringum prestinn, en ekki gerði
hann honum né öðrum mein. Sá prestur hann og ýmsir,
sem með honum voru á ferð. Konusvipur þessi sást all-
glögglega í nokkurri fjarlægð, en leystist upp í þoku,
þegar nær honum var komið. Það kom fyrir í nokkur
skipti, að meðhjálpari prests var í ferð með honum, er
prestur kom frá embættisgerð á annexíunni, Silfrastöð-
um. Sáu þeir báðir þá svip þenna glögglega. Fylgdi
hann þeim presti eftir alllangan veg. Þeir voru ríðandi
og hvöttu hestana og ætluðu að freista að nálgast kven-
veru þessa, en er þeir komu í nálægð við hana, þá leyst-
ist svipurinn upp og varð að reyk.
Pétur Pálmason á Álfgeirsvöllum, faðir Pálma kaup-
manns á Sauðárkrók, var eitt sinn á ferð að kvöldlagi á
Djúpadalseyrum. Pétur var hestamaður og reið hann