Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 40

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 40
38 ÞÁTTUR AF KJARTANI í SELI [Gríma var ágætt fram að þorra, stillur og færi gott. Voru því sveitamenn víða að í kaupstaðarferðum að sækja vörur til heimila sinna, en fengu svo óafvitandi inflúenzuna í kaupbæti og fluttu hana upp um allar sveitir; varð hún all-mannskæð, gerði víða usla og hjó djúp sár. Einar Olafsson, sem um mörg ár var póstur milli Eskifjarðar og Hornafjarðar, bjó þá að Höfða1) á Völl- um. Þá var það litlu eftir miðgóu — eða fyrst í marz — að hann kom úr póstferð. Snjór var allmikill, svo að ekki var talið fært með hesta yfir Eskifjarðarheiði, — þar lá póstleiðin þá. Var hann slakur eftir póstferðina og inflúenzuna og réð því af að senda Einar son sinn með póstflutninginn til Eskifjarðar. Fékk hann tvo menn með honum til að bera böggla, blöð og bréf. Menn þessir hétu Baldvin Friðrik og Stefán Hallgríms- synir, voru taldir röskir og vel að manni, en höfðu þó ekki náð sér að fullu eftir inflúenzuna. Þeir lögðu snemma af stað frá Egilsstöðum. Færð var heldur þung, því að snjóað hafði um nóttina, en frostlaust. Um miðj- an dag voru þeir komnir upp á Tungudalsháls, og var þá fyrirsjáanlegt, að norðvestanbylur væri í aðsigi; höfðu þeir undanhald og reyndu því eftir mætti að hraða ferðinni upp dalinn, áður en veðrið skylli yfir; munu þeir því hafa þreytt sig um of og meir en þörf gerðist. Efst á Tungudalnum náði norðvestanbylurinn þeim með slíkum hamagangi, að allt ætlaði um koll að keyra vegna frosts og snjókomu, og þó að þeir ættu undan að sækja, þreyttust þeir mjög og áttu fullt í fangi með að gæta sín að hrekjast ekki hver frá öðrum. Sá varð endir á ferðalagi þeirra félaga, að þeir Friðrik og 1) Þetta er ekki rétt. Einar var þá í húsamennsku í Kollsstaða- gerði. — Þ. M. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.