Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 35
33
Gríma] ÞÁTTUR AF KJARTANI í SELI
því að hann hugði, að það mundi tefja ferð sína, en
sagði samt, að ekki bannaði hann samleið með sér, ef
hann gæti fylgt sér eftir á skíðunum. Maðurinn kvaðst
ekki ætlast til, að hann biði neitt eftir sér. Lögðu þeir
svo af stað, — Kjartan á undan, en hinn fylgdi fast
eftir yfir heiðina og Jökul, og töluðust þeir ekki orð
við, en er þeir renndu sér niður brekkurnar frá Jökli
og alla leið að Seli, skildust leiðir þeirra þannig, að þá
fór hvor þeirra sín megin bæjar, og mættust svo á miðju
hlaði. Yrti Kjartan þá glaðlega á samferðamanninn og
mælti: „Þú hefur einhvern tíma stigið á skíði áður.“
Bauð hann síðan manninum inn og veitti honum bezta
beina.
Jóhann bóndi í Áreyjum, bróðir Kjartans, sagði svo
frá, að eitt sinn lægju þeir bræður á greni. Snjór var
mikill í hlíðum, svo að Kjartan hafði skíði með sér.
Veður var kalt, svo að Jóhann, sem var þeirra yngri,
varð að yfirgefa grenið vegna þess og fara heim. Þegar
hann var nýlagður af stað, kom tæfa þjótandi fram hjá
horjum og stefndi í byggð, en Kjartan brá við skjótt,
greip byssu sína, steig á skíðin og renndi sér skáhallt
niður brekkur á eftir henni. Lauk svo þeirra viðureign,
að hann dró á tæfu, komst á hlið við hana og skaut hana
til dauðs á fljúgandi ferðinni. Þótti það vel gert.
3. Sjósókn Kjartans.
Kjartan mun snemma hafa þótt efnilegur sjómaður,
því að þegar hann var lítið yfir tvítugt, var hann orðinn
formaður í Seley á „Hólmablika“ séra Hallgríms Jóns-
sonar, en alkunnugt var, að hann hafði aðeins reglu-
sama og duglega formenn við útveg sinn. Orð var á
gert, að Kjartan hefði þótt óvæginn að sigla. Vísa þessi
var kveðin um hann:
3