Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 37
35
Gríma] ÞÁTTUR AF KJARTANI í SELI
Ekki veit eg fyrir víst, hve mörg sumur Kjartan gerði
út til Seleyjar, en ekki munu þau hafa verið ýkja mörg,
því að þegar hann fékk allt Eskifjarðarsel til ábúðar,
jókst bú hans fljótlega, svo að þegar önnur störf bættust
á hann, svo sem sendiferðir og fleira, varð hann að
hætta sjósókn.
4. Kvonfang Kiartans og afkomendur.
Árið 1871 kvæntist Kjartan Kristrúnu Jónsdóttur
bónda að Eskifjarðarseli, Jónssonar bónda að Vöðlum,
Andréssonar bónda frá Vopnafirði. — Kona Jóns Andr-
éssonar var Kristín Jónsdóttir, þess er síðastur fórst í
snjóflóði í Vaðlaskriðum. — Móðir Kristínar, en kona
Jóns í Seli, var Solveig Þorleifsdóttir bónda á Karls-
stöðum, Péturssonar bónda á Karlsskála. Allir bræður
Solveigar voru kraftamenn miklir, sérstaklega Bjarni,
er kallaður var sjóli.
Þau Kristín og Kjartan eignuðust fimm börn, er
náðu fullorðinsaldri, fjóra sonu og eina dóttur; eru
allir afkomendur þeirra hið mesta myndarfólk. Mestan
dugnað hefur Lárus, yngsti sonur þeirra, sýnt við jarða-
bætur, því að hann hefur reist og ræktað ábúðarhæft ný-
býli, þar sem áður voru óræktarmóar og melar.
Kjartani tókst fljótlega að ná eignarrétti á ábúðar-
jörð sinni, sem nú er orðin margbýlisjörð afkomenda
hans.
5. Ferðalög og ratvísi.
Á þeim árum, sem Kjartan byrjaði búskap, voru
póstgöngur mjög ónógar um Austfirði, en þó einna
mest ábótavant milli Eskifjarðar og Seyðisfjarðar. Þá
urðu bréf og bögglar, sem sendast áttu milli þeirra
staða, að liggja yfir póstferð á Egilsstöðum, en svarið
við þeim á sama stað yfir næstu ferð. Þetta kom sér mjög
3*