Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 28

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 28
26 ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma ing hafi verið alsaklaus að hinum svívirðilega orðrómi, sem eflaust fyrst löngu síðar féll á hann í sambandi við hvarf séra Odds. Það hefði líka þurft að vera meira en smávægilegur nágrannakrytur, til að koma sjálfu yfir- valdi Skagafjarðar til að setja mannorð sitt í slíka hættu, sem því var samfara að vera í ráðum eða vitorði um svo svívirðilegan glæp. Það, að Solveíg eða afturganga hennar hafi orðið Oddi presti beinlínis að bana, — „draugur, sem mann hafi dregið og hest í dysina og báðum haldi“, eins og Einar Benediktsson orðar það, er svo fjarstætt, að það þarf ekki að ræða. Ef séra Oddur var veginn af jarðneskum manni, hver var þá vegandinn? Til þess að gera slíka fullyrðingu miðilssambandsins sennilega, þarf að komaframábend- ing á ákveðinn veganda. Það má vel vera, að slík ábend- ing hafi komið fram á miðilsfundunum, en hún hefur ekki verið birt. Ef hún hefur komið fram, má gera ráð fyrir að ástæðan fyrir því, að hún var ekki opinberuð, sé sú, að hlífzt sé við því, til þess að kasta ekki skugga á minningu látins manns og kannske að gera afkomend- um hans skapraun með því. Fyrir mínum augum er þó hinn skugginn engu litbjartari, sem varpað er með full- yrðingunni um morð séra Odds á óákveðna samtíðar- menn atburðarins. Ef séra Oddur var myrtur, liggur næst að ímynda sér, að sá, sem það hefði gert, væri einhver sá, er hefna vildi Solveigar, en hver átti það að hafa verið? Sagt er, að Solveig hafi verið lítillar ættar, en smámenni gat það vart verið, sem lagði sig í þá hættu að myrða mann jafn- ættgöfugan og álitsmikinn sem séra Oddur var. Og ekki er það vitað, að neinn náinn ættingi Solveigar hafi verið búsettur í nágrenni Miklabæjar á þessum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.