Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 29

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 29
27 Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ Það er að vísu mögulegt að geta sér þess til, að faðir Sol- veigar eða þá bróðir hafi flutt í nágrennið í skjól hennar, meðan hún enn var ráðskona prests og allt lék í lyndi um hag hennar, í vændum þess, að hann kynni að geta notið styrktar af nábýlinu við systur eða dótt- ur sína sem tilvonandi húsfreyju og e. t. v. prestskonu á Miklabæ, en engar stoðir renna undir slíka tilgátu. En eitt er víst, að ef séra Oddur hefur verið myrtur, þá hef- ur það ekki verið kjarklítið smámenni, sem ódæðið vann, né heldur neinn skynskiptingur, sem duldi um- merkin svo vandlega, að enn í dag hefur ekkert komið fyrir ljós dagsins, sem bent gat í áttina til þess, er ó- dæðið hefði unnið. Séra Oddur var maður á bezta aldri, karlmenni að burðum, að því er virðist vinsæll í sókn- um sínum, stórættaður og naut mikils álits. Það var því augljóst, að sá, er vildi vinna honum mein eða fjörtjón, lagði sig í mikla hættu. Þá kemur til álita hitt atriðið, að líki prests hafi ver- ið varpað í Gegni. Það er líka ákaflega ólíklegt. Solku- pytturinn í Gegni er stundarfjórðungs gang frá Miklabæ. Það er í rauninni eini staðurinn, sem gera mátti ráð fyrir, að séra Oddur hefði farið sér að voða í þetta haustkvöld. Dauðaleitin að prestinum er gerð svo rækilega, að þess munu fá dæmi á þeim tíma. Og það er einmitt leitað fyrst og fremst í Gegninum; fyrir því eru samtímaheimildir. Morðingi prests, ef hann var myrtur, hlaut að reikna með því, að þar yrði leit- að eins og raun varð á að gert var. Gegnirinn var því einhver allraólíklegasti staður, sem hann hefði getað valið til að dylja í ódæðisverk sitt. — Gerum ráð fyrir að sá, er ódæðið hefði framið, hefði bundið þunga við lík prests eða fyllt vasa hans með grjóti. Hann átti samt á hættu, að líkið fyndist, er leitað var, og hann átti ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.