Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 29
27
Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ
Það er að vísu mögulegt að geta sér þess til, að faðir Sol-
veigar eða þá bróðir hafi flutt í nágrennið í skjól
hennar, meðan hún enn var ráðskona prests og allt lék
í lyndi um hag hennar, í vændum þess, að hann kynni
að geta notið styrktar af nábýlinu við systur eða dótt-
ur sína sem tilvonandi húsfreyju og e. t. v. prestskonu á
Miklabæ, en engar stoðir renna undir slíka tilgátu. En
eitt er víst, að ef séra Oddur hefur verið myrtur, þá hef-
ur það ekki verið kjarklítið smámenni, sem ódæðið
vann, né heldur neinn skynskiptingur, sem duldi um-
merkin svo vandlega, að enn í dag hefur ekkert komið
fyrir ljós dagsins, sem bent gat í áttina til þess, er ó-
dæðið hefði unnið. Séra Oddur var maður á bezta aldri,
karlmenni að burðum, að því er virðist vinsæll í sókn-
um sínum, stórættaður og naut mikils álits. Það var því
augljóst, að sá, er vildi vinna honum mein eða fjörtjón,
lagði sig í mikla hættu.
Þá kemur til álita hitt atriðið, að líki prests hafi ver-
ið varpað í Gegni. Það er líka ákaflega ólíklegt. Solku-
pytturinn í Gegni er stundarfjórðungs gang frá
Miklabæ. Það er í rauninni eini staðurinn, sem gera
mátti ráð fyrir, að séra Oddur hefði farið sér að voða í
þetta haustkvöld. Dauðaleitin að prestinum er gerð
svo rækilega, að þess munu fá dæmi á þeim tíma. Og
það er einmitt leitað fyrst og fremst í Gegninum; fyrir
því eru samtímaheimildir. Morðingi prests, ef hann
var myrtur, hlaut að reikna með því, að þar yrði leit-
að eins og raun varð á að gert var. Gegnirinn var því
einhver allraólíklegasti staður, sem hann hefði getað
valið til að dylja í ódæðisverk sitt. — Gerum ráð fyrir
að sá, er ódæðið hefði framið, hefði bundið þunga við
lík prests eða fyllt vasa hans með grjóti. Hann átti samt
á hættu, að líkið fyndist, er leitað var, og hann átti ekki