Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 36
34 ÞÁTTUR AF KJARTANI í SELI [Gríma
Seglum beita Kjartan kann
knár á Hólmablika;
ganar fort um geddurann,
glanna því vér köllum hann.
Þegar Kjartan hætti formennsku hjá séra Hallgrími,
keypti hann sér útgerð til Seleyjar. Jónas á Svínaskála
smíðaði fyrir hann bátinn, sem hlaut nafnið „Seleying-
ur“, og á honum stundaði Kjartan róðra á meðan hann
hélt út til Seleyjar. — Hagyrðingur nokkur, sem reri
með Kjartani eitt sumarið, sendi vini sínum ljóðabréf
í land og lýsti athöfnum þar; úr bréfi því eru þessi
fimm erindi:
Seleyingur siglufákur heitir,
sem að tíðum sit eg á
seggjum þýðum skemmtun ljá.
Kjartan Lárus knerri fyrir ræður;
upp þá aðrir vinda voð,
virðar sjá hann stýra gnoð.
Hásetinn þar heitir Guðjón Pétur;
útbyrðir sá örvagrér,
inn á höfn þá komum vér.
í andófi ýtar snjallir sitja,
Jens og Níels nefnist lið,
nú er hann ei við póstdæmið.
Beinagerði bærinn okkar heitir,
lasinn mjög og lélegur,
lekur, þegar skúr kemur.