Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 81
Gríma]
DRAUMAR
79
hann um leið sigðarbrot, sem stóð í bæjardvrakampin-
um, og rýkur a£ stað með þeim hraða, að hann hverfur
Boga sýn á augabragði. Við þetta vaknar Bogi. Sigðar-
brotið, sem Boga dreymdi, hafði hann fundið nokkrum
dögum áður inn í Vaðbrekkulandi, haldið áþvíheimog
stungið í bæjardyrakampinn. Hugsar hann talsvert um
draum sinn næstu dagana á eftir að hann dreymdi
hann, en fær ekki skilið þýðingu hans. En nokkru
seinna fréttir hann um atburð, sem líkur benda til, að
draumurinn hafi átti við. — Þennan sama sólarhring,
sem Boga dreymdi drauminn, fórst báturinn Kári frá
Helgustöðum í Reyðarfirði með fjórum mönnum. For-
maðurinn á bátnum hét Eiríkur Helgason. Sama dag
fórst og báturinn Heim frá Eskifirði. Á honum voru
og fjórir menn, og hét formaðurinn Óskar Bjarnason.
Pétur Björgvin Jónsson skósmiður, bróðir Boga,
átti heima á Eskifirði, þegar framanskráður atburður
gerðist. Daginn, sem bátarnir fórust, var suðvestan-
stormur, og um kveldið og nóttina óttuðust menn á
Eskifirði um afdrif bátanna. UmnóttinadreymdiPétur,
að hann væri staddur fyrir neðan íbúðarhúsið Bjarma
óg þóttist sjá girðingu, annars vegar í hólinn við barna-
skólann og hins vegar í hús Sigurðar Kvarans héraðs-
læknis, og úr því í hús Óskars Bjarnasonar formanns á
Heim, og þóttist Pétur sjá, að ókleift var að komast
að húsi Óskars vegna girðinganna; heyrði hann þá
sagt, að ómögulegt væri að komast að húsinu, en ef til
vill væri hægt að komast upp á efsta loft í Bjarma. Allt
í einu finnst Pétri hann vera kominn út að Svínaskála
og þykist berja þar að dyrum. Út kemur Guðbjörg
kona Jónasar bónda Símonarsonar, og er hún spari-
klædd. Segir hún þá: »Eg má ekki vera að taka á móti
þér, því að eg þarf að fara niður að sjó, til þess að taka