Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 39

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 39
37 Gríma] ÞÁTTUR AF KJARTANI í SELI til Seyðisfjarðar. í norðurleið fóru þeir yfir Jökul ('Fönn), en gátu ekki farið sömu leið aftur. Páll var þá hálfþrítugur og hinn mesti þrekmaður, en Kjartan var átján árum eldri. Þegar þeir fóru af Öldunni á Seyðis- firði, var veður gott, en færi ekki eftir því. Páll kvaðst hafa byrjað gönguna allhratt, og er hann hafði gengið um stund, leit hann aftur og sá þá að Kjartan var orð- inn langt á eftir. Hann beið því Kjartans og spurði, hvort hann væri vesall. Hann kvað nei við því og svar- aði aðeins, að þetta væri sinn vanagangur. Þeir héldu svo áfram .Varð Páll brátt nokkru á undan og beið svo Kjartans. Þannig gekk þetta eins upp á heiðarbrún, en alltaf styttist stundin, sem Páll þurfti að bíða, og er á heiðina kom, voru þeir lengi samhliða. Þá stakk Páll upp á því, að þeir hvíldu sig, en það sagðist Kjartan aldrei gera, heldur halda alltaf jafnt áfram. Síðan gengu þeir sem leið lá yfir Gagnheiði og niður Slenju- dal, en þá var Kjartan farinn að kafa á undan, og er yf- ir dalinn kom og upp á Svínadal, — „var eg,“ sagði Páll, „farinn að dragast aftur úr.“ Á Svínadalsvörpum snæddu þeir smurt brauð, er þeir höfðu með sér. Við það hresstist Páll, og kom það sér vel, því að þá var skollinn á norðanbylur með frosti og fannkomu, og höfðu þeir undanhald. Kjartan hélt svo á undan sína sömu ferð, og um kvöldið náðu þeir að Sómastöðum, — „eg hálfuppgefinn,“ sagði Páll, „en Kjartan rétt eins og hann væri að leggja af stað í ferðalag!“ Snemma í janúar 1894 komu norsk skip upp til Eskifjarðar og Seyðisfjarðar til að sækja saltsíldar- farma. Þá var fátt um lækna á Austurlandi og lítið hirt um að athuga heilsufar á skipum, sem fóru milli landa. Reyndist svo í þetta skipti, að illkynjuð inflúenza flutt- ist til landsins með skipum þessum. Tíðarfar í janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.