Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 71

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 71
Gríma] DULRÆNAR SÖGUR 69 hlið konu sinnar, og fór öll sú athöfn fram svo sem venja er til. Varð nokkur rekistefna af kirkjustjórnarinnar hálfu út af uppgrefti þessum, en þó látið standa sem komið var. c. Líkkistusmiðsins vitjað. [Handrit Guðjóns Brynjólfssonar í Skálholti.] Um 20—30 ára skeið var það hlutskipti mitt að smíða líkkistur flestra þeirra, sem dóu í Hofssókn í Álftafirði. Á unglingsárum mínum lagði eg lítinn trúnað á drauma, en eftir það er eg tók við starfa þessum, fór mig að dreyma undarlega drauma, sem eg skildi ekki í fyrstu, en síðar reyndust vera bendingar í þá átt, að líkkistusmíðar væru í vændum. í tvö skipti bar líka svo við, að eg heyrði þung högg barin í borðhlaða nálægt mér, og í bæði skiptin fór svo, að fám dögum síðar smíð- aði eg líkkistu af borðviði úr hlaðanum. — Vorið 1929 flutti eg frá Starmýri í Álftafirði, eftir 20—30 ára dvöl, að Borgargerði við Djúpavog og átti þar heima í tvö ár- in næstu. Þar gerðist atburður sá, sem nú skal greint frá. Síðara hluta októbermánaðar 1930 brá tíð til norðan- áttar og hélzt í viku eða rúmlega það; nokkurt frost var á nóttum. Að morgni fimmtudags 30. okt. kom strand- ferðaskipið „Súðin“ norðan um land á Djúpavog; var þá sent til mín og eg beðinn að koma í vinnu við út- skipun á kjöti, gærum og öðrum haustvörum. Þann dag var hægur norðankaldi, en talsvert frost hafði verið um nóttina. Hófst útskipunin þegar og gekk greiðlega, svo að henni var lokið í myrkri um kvöldið. Skipið lá kyrrt um nóttina, en fór svo í birtingu morguninn eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.