Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 19
17
Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ
góðum hesti, en þetta var að vetrarlagi, ísar og hjarn
yfir allt, og var lognfjúk og dimmt af nótt. Pétur sér nú
kvenmann koma á móti sér, en nú bregður svo undar-
lega við um hest hans, sem ávallt var óragurogfjörugur,
að hann vill ekki áfram svo sem leið Péturs liggur og
virðist hvergi vilja koma í námunda við konu þessa, en
sperrir eyrun, frýsar og gengur út á hlið úr vegi hennar.
Pétur þæfir nú um stund við hestinn, en fær hann ekki
til að fara þá leið, sem hann vill, heldur hopar hestur-
inn sífellt lengra vestur á við í áttina til Héraðsvatn-
anna, jafnframt og stúlka þessi virðist einnig bægja
honum þangað. Pétur sér nú loks, að svo búið muni
eigi duga; slær hann í hestinn, sem tekur þegar við-
bragð mikið, og hleypir Pétur honum beint á kven-
mannsmynd þessa, sem var komin í ískyggilega nálægð
við hann. Bregður þá svo einkennilega við, að stúlkan
leysist upp í eldglæringar og reyk, en Pétur kemst við
þetta óhindraður áfram leiðar sinnar; en kominn var
hann þá fast að Héraðsvötnunum, er hann hleypti hest-
inum. Þessa sögu sagði mér maður, er Pétur hafði eitt
sinn sagt hana sjálfur. Var Pétur manna réttorðastur og
dulur og laus við myrkfælni, enda orðlagður karl-
mennskumaður.
Gömul kona, Guðríður að nafni, móðir Halls í
Brekkukoti, var eitt sinn á ferð í Blönduhlíðinni og
kom frá Miklabæ. Þetta var síðla sumars og orðið
rökkvað nokkuð; var hún gangandi og gekk sem leiðin
lá. Sá hún þá konu ganga á hlið við sig og heldur á
undan sér. Guðríði furðaði, að hún kannaðist ekkert
við konu þessa, og þekkti hún þó hverja manneskju
þar í grennd, en hún taldi sig eftir á geta fullyrt, að
þessi kona hefði ekki verið til þar í byggðarlaginu,
enda búningur hennar allt öðruvísi en hún átti að
2