Gríma - 01.09.1948, Qupperneq 19

Gríma - 01.09.1948, Qupperneq 19
17 Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ góðum hesti, en þetta var að vetrarlagi, ísar og hjarn yfir allt, og var lognfjúk og dimmt af nótt. Pétur sér nú kvenmann koma á móti sér, en nú bregður svo undar- lega við um hest hans, sem ávallt var óragurogfjörugur, að hann vill ekki áfram svo sem leið Péturs liggur og virðist hvergi vilja koma í námunda við konu þessa, en sperrir eyrun, frýsar og gengur út á hlið úr vegi hennar. Pétur þæfir nú um stund við hestinn, en fær hann ekki til að fara þá leið, sem hann vill, heldur hopar hestur- inn sífellt lengra vestur á við í áttina til Héraðsvatn- anna, jafnframt og stúlka þessi virðist einnig bægja honum þangað. Pétur sér nú loks, að svo búið muni eigi duga; slær hann í hestinn, sem tekur þegar við- bragð mikið, og hleypir Pétur honum beint á kven- mannsmynd þessa, sem var komin í ískyggilega nálægð við hann. Bregður þá svo einkennilega við, að stúlkan leysist upp í eldglæringar og reyk, en Pétur kemst við þetta óhindraður áfram leiðar sinnar; en kominn var hann þá fast að Héraðsvötnunum, er hann hleypti hest- inum. Þessa sögu sagði mér maður, er Pétur hafði eitt sinn sagt hana sjálfur. Var Pétur manna réttorðastur og dulur og laus við myrkfælni, enda orðlagður karl- mennskumaður. Gömul kona, Guðríður að nafni, móðir Halls í Brekkukoti, var eitt sinn á ferð í Blönduhlíðinni og kom frá Miklabæ. Þetta var síðla sumars og orðið rökkvað nokkuð; var hún gangandi og gekk sem leiðin lá. Sá hún þá konu ganga á hlið við sig og heldur á undan sér. Guðríði furðaði, að hún kannaðist ekkert við konu þessa, og þekkti hún þó hverja manneskju þar í grennd, en hún taldi sig eftir á geta fullyrt, að þessi kona hefði ekki verið til þar í byggðarlaginu, enda búningur hennar allt öðruvísi en hún átti að 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Gríma

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.