Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 11

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 11
9 Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ Nú víkur sögunni að Miklabæ. — Heimafólk var þar allt inni við, og bæ hafði verið lokað. Var fólk í bað- stofu, nema prestskonan og griðkona, sem voru í búri, og var prestskonan að deila kvöldverði til heimafólks- ins. Nú heyrðu heimamenn, að riðið var í hlað, og þótt- ust vita, að það mundi vera prestur.. Greinir nú sagnir. Segir séra Páll á Brúarlandi, að einhver af heimamönnum hafi talað til Gísla, elzta barns prests: „Farðu, Gísli litli, og opnaðu bæinn, hann faðir þinn er kominn.“ Fór drengurinn, sem þá hefur verið sjö eða átta ára, fram, en varð óttafullur, er hann kom fram í bæinn, og þorði ekki til dyra, en sneri inn í búr til móður sinnar. — Aðrar sagnir herma, að einn vinnumanna hafi farið til dyra, en mætt Solveigu heit- inni eða afturgöngu hennar í göngunum, snúið við það inn og sagt fólkinu, og enginn síðan þorað til dyranna; hafi vinnumenn freistað hvað eftir annað um kvöldið að fara út, en Solveig ávallt varnað þeim þess. — Eftir skamma stund heyrði fólkið, að komið var upp á vegg baðstofunnar við glugga einn, bjóst við, að það væri prestur og myndi kalla inn til fólksins, en jafnskjótt virtist maður þessi vera dreginn niður af veggnum. Rak hann þá upp óp mikið, og þóttist fólkið þekkja þar rödd prests. Rétt á eftir voru högg mikil rekin í bæjarþil. Var þá freistað að ganga til dyra, en þar var Solveig ávallt fyrir og varnaði körlum prests útgöng- unnar. Sýndist þeim eins og áður, að höfuð hennar væri kert á bak aftur, blóðbogi mikill stæði úr undinni á hálsinum og hún otaði að þeim hnífnum, er hún hafði skorið sig á háls með. Sneru þeir við það aftur til baðstofu. Sat nú fólkið í baðstofunni sem örvita af ótta og skelfingu lostið, enda var nú húsum riðið, svo að brakaði í hverju tré, og ef hurð baðstofunnar var opn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.