Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 54
52
AF HJALTASTAÐA-DRAUGNUM [Gríma
bæði fullur og svangur, feitur og magur.“ — Vinnu-
konu á staðnum, þá er hann þóttist sjá, ávítaði hann
eitt sinn fyrir það hún hefði eftir skilið ellefu vetra
gamalt ungmenni í einhýsi; sagðist hafa getað ært það,
hefði hann viljað. Prestinum sagði hann einn morgun,
að piltarnir (vinnumennirnir) vildu ei fara á fætur.
Prestur sagði: „Getur þú ei kallað til þeirra?“ Hann
svaraði fýlfraði): „Þeir vilja ei gegna mér.“ — Hann
aðspurður, hvort honum væri ekki illa við Guð, fyrir
það hann hefði ei náðað djöflana eins og mennina,
svaraði: „Öldungis“ — það var hans máltæki — „því
hefði hann viljað fyrirgefa þeim eins og mönnun-
um1) ....“ sín og þeirra yfirsjón hefði ei verið svo
mikil, að hún hefði vel mátt fyrirgefast. Þenna sama
mann, sem að þessu spurði, sem var Sigurður Oddsson
smiður, sagðist hann verða að þéra, fyrst allir á bænum
gerðu það. — Þrisvar sinnum las hann faðirvor orðrétt.
Trúarjátninguna vildi hann ei lesa og sagði hún kæmi
sér ekki við. Nokkrum sinnum söng hann góða, hjart-
næma sálma með öðrum, og einsamall fyrsta vers af
Jesú minning, stillt og skilmerkilega. Hann aðspurður:
„Hvar fyrir sté Kristur niður til helvítis?“ svaraði orð-
rétt svo sem stendur í spurning Mfagister) Jfons)
Áfrnajsfonar). Hann aðspurður um Guðs eiginleika,
játaði hann væri góður, réttvís, sannorður og miskunn-
samur. Menn sögðu: „Þótt þú sért að þessu spaugi, þá
ertu samt í helvíti, því hver sem er í Guðs reiði, sá er
í helvíti,“ — (divar til) hann svaraði ekki svo mjög.
Hann aðspurður, hvort kvalirnar yrðu hertar við djöfl-
ana eftir dómsdag, svaraði: „Já.“ Framar aðspurður,
hvort þeir kviðu ei fyrir því, svaraði hann: „Ekki er að
1) vantar líklega eitthvað í.