Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 44

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 44
42 SAGNIR UM JÓN HALLDÓRSSON [Gríma Gönguskörðum, síðar skólameistara á Akureyri, og séra Friðrik Friðriksson í Reykjavík. Jón Halldórsson, sá er hér um ræðir, mun hafa byrj- að búskap á Klaufabrekkum og bjó þar tíu til tólf ár. Síðan bjó hann sex ár á Atlastöðum og fluttist þá að Syðra-Hvarfi í Skíðadal, bjó þar til æviloka og var jafn- an kenndur við þann bæ síðan. Hann var nær áttræður að aldri, er hann lézt, og hafði þá verið blindur um tólf ára skeið. Jón á Syðra- Hvarfi þótti atgervismaður um margt og kom snemma í ljós hjá honum hagleiksgáfa, er með aldrinum þrosk- aðist svo, að hann lagði gerva hönd á flest smíði. Þá var hann bókhneigður og las mikið og skrifaði. Einnig fékkst hann lítils háttar við ljóðagerð. Allmikla þekkingu liafði hann á danskri tungu og lýsingu á jurt- um skrifaði hann, og voru þar latnesk jurtaheiti ásamt hinum íslenzku nöfnum. Hann var vitur maður og þótti nærgætinn um ýmsa hluti og jafnvel forspár, svo sem síðar mun sagt verða. Þess er áður getið, að hugur Jóns hafi snemma hneigzt til smíða. Má það t. d. telja, að þá er hann var barn að aldri, lá hann í sótt nokkurri lengi. Gömul kona var þar á heimilinu og gaf hún honum hefil einn lítinn. Festi Jón hefilinn upp á þilið, til þess að geta horft á hann sér til yndis, meðan hann lá veikur. Sagnir þær, er hér fara á eftir, snerta aðallega forspár Jóns, sem oft virtust rætast, þótt hitt sé öllum hulið, með hverjuin hætti eða eftir hvaða leiðum hann fékk vitneskju um slíkt. 2. Bátssmíðið á HólL Eitt sinn var Jón á ferð um Upsaströnd. Koin hann þá að Hóli. Þar bjó þá bóndi sá, er Jón hét. Hafði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.