Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 44
42
SAGNIR UM JÓN HALLDÓRSSON [Gríma
Gönguskörðum, síðar skólameistara á Akureyri, og
séra Friðrik Friðriksson í Reykjavík.
Jón Halldórsson, sá er hér um ræðir, mun hafa byrj-
að búskap á Klaufabrekkum og bjó þar tíu til tólf ár.
Síðan bjó hann sex ár á Atlastöðum og fluttist þá að
Syðra-Hvarfi í Skíðadal, bjó þar til æviloka og var jafn-
an kenndur við þann bæ síðan.
Hann var nær áttræður að aldri, er hann lézt, og
hafði þá verið blindur um tólf ára skeið. Jón á Syðra-
Hvarfi þótti atgervismaður um margt og kom snemma
í ljós hjá honum hagleiksgáfa, er með aldrinum þrosk-
aðist svo, að hann lagði gerva hönd á flest smíði.
Þá var hann bókhneigður og las mikið og skrifaði.
Einnig fékkst hann lítils háttar við ljóðagerð. Allmikla
þekkingu liafði hann á danskri tungu og lýsingu á jurt-
um skrifaði hann, og voru þar latnesk jurtaheiti ásamt
hinum íslenzku nöfnum.
Hann var vitur maður og þótti nærgætinn um ýmsa
hluti og jafnvel forspár, svo sem síðar mun sagt verða.
Þess er áður getið, að hugur Jóns hafi snemma
hneigzt til smíða. Má það t. d. telja, að þá er hann var
barn að aldri, lá hann í sótt nokkurri lengi. Gömul
kona var þar á heimilinu og gaf hún honum hefil einn
lítinn. Festi Jón hefilinn upp á þilið, til þess að geta
horft á hann sér til yndis, meðan hann lá veikur.
Sagnir þær, er hér fara á eftir, snerta aðallega forspár
Jóns, sem oft virtust rætast, þótt hitt sé öllum hulið,
með hverjuin hætti eða eftir hvaða leiðum hann fékk
vitneskju um slíkt.
2. Bátssmíðið á HólL
Eitt sinn var Jón á ferð um Upsaströnd. Koin hann
þá að Hóli. Þar bjó þá bóndi sá, er Jón hét. Hafði hann