Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 67
Gríma]
DULRÆNAR SÖGUR
65
og eikarmáluð að utan. Líkkista Jóhannesar stóð á
kirkjugólfinu rétt innan við Frúardyrnar.
I þann tíð voru skólapiltar látnir hirða um alla gripi
staðarins. Einn hirti kýr, annar sauðfé og þriðji hross.
Var starfa þessum skipt á milli piltanna þannig, að hver
þeirra hafði hirðingu á hendi í hálfan mánuð í einu.
Um það leyti, sem lík Jóhannesar stóð uppi í kirkjunni,
þá hirti eg kýrnar. Við hirðingamennirnir urðum að
fara snemma á fætur, enda veitti mér ekki af því, þar
sem um 20 gripir voru í fjósi. Karl einn gamall þar á
staðnum átti að aðstoða mig við fjósverkin, en hann
komst seint á fætur og var liðléttur. Skólahúsið stóð þá
á hóinum vestan við svokallaðan Nýjabæ, en fjósið stóð
utan og neðan við kirkjuna. Morgun einn, er eg kom
á fætur og gekk niður með kirkjugarðinum í áttina til
fjóssins, sá eg Frúardyrnar standa galopnar. Kom mér
þá í hug, að skólastjóri hefði látið opna þær til þess að
fyrr þornaði svertan á líkkistunni, sem borin hafði ver-
ið á hana kvöldið áður, því að þíður sunnanblær var.
Nokkru eftir að eg kom í fjósið, kom karlinn, aðstoðar-
maður minn, og ræddi við mig um, hvers vegna Frúar-
dyrnar stæðu opnar.
Þegar eg kom heim frá fjósverkum, kallaði skóla-
stjóri mig á einmæli og spurði mig, hvort eg hefði tekið
eftir því, að Frúardyrnar hefðu verið opnar, þegar eg
hefði farið í fjósið um morguninn, og játaði eg því.
Sagðist hann ekkert skilja í þessu. Hann sagði, að lok-
urnar og kengirnir úr dyrastöfunum hefðu legið innan
við kistuna, þegar hann hefði komið í kirkjuna. Bað
hann mig að láta ekkert berast út um atburð þennan,
og lofaði eg því. En skólastjóri gekk frá kengjunum aft-
ur í dyrastöfum Frúardyranna, lokaði hurðinni og
gekk frá lokunum á sama hátt og áður hafði verið gert.
5