Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 64

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 64
62 ÞJÓÐSÖGUR [Gríma þetta.“ Fellst frúin á þetta, en segir þó, að gagn sé, að hann haldi leyndri orsökinni til þess, að því sé skammt- að kjötið. Lofar ráðsmaðurinn fullri þagmælsku. Fór hann síðan til vinnufólksins, þar sem það var við vinnu sína, og sagði því, að það myndi fá kjöt fyrst um sinn, en lagði ríkt á við það að þegja um samninga sína og þess. Fékk vinnufólkið nóg að borða af kjöti um vorið, enda greiddi það ráðsmanninum skilvíslega það, sem um hafði verið samið. f. „Kannske and. nautið ætli að bjóða sig fram til þings“. [Skrifað eftir sögn Sigurðar Pálssonar menntaskólakennara, 5. sept. 1947. Þorsteinn M. Jónsson.] Einu sinni ekki alls fyrir löngu var nafnkunnur stjórnmálamaður á framboðsferð sem oftar í Stranda- sýslu. Kom hann seint að kveldi á bæ einn afskekktan og baðst gistingar. Heimilaði bóndi honum gistingu og fylgdi honum til baðstofu. Var þar fyrir dóttir bónda gjafvaxta, og fær frambjóðandinn að vita, að ekki væri fleira fólk í heimilinu. Tvö rúm voru og í baðstofunni. Er frambjóðandanum veittur góður beini, en þegar háttatími er kominn, segir bóndi, að eins og hann sjái, þá séu nú aðeins tvö rúm í baðstofunni, rúmið sitt og rúmið hennar dóttur sinnar. Hann ætli að biðja fram- bjóðandann að gera sér það að góðu að sofa í rúminu sínu, en sjálfur kvaðst hann ætla að búa um sig úti í fjósi. Frambjóðandinn færðist undan að taka boði bónda; sagðist hann vera, eins og bóndi vissi, í fram- boðsferð, en margar væru skæðar tungur, er myndu fús- ar að útbreiða sögu um það, að hann hefði sofið heila nótt með bóndadóttur einni í baðstofu, en hann vildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.