Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 21
19
Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ
hvarf séra Odds og ýmsar þjóðsagnir í sambandi við
þá, aðallega um þá reimleika, sem orðið hefðu þar eft-
ir dauða Solveigar. Þá voru einnig miklar ágizkanir
um, hvað af prestinum hefði orðið. Þessar sagnir flestar
voru þó þá farnar að falla nokkuð í fyrnsku. — En svo
birtist hið þróttþrungna og glæsilega kvæði Einars
skálds Benediktssonar, „Hvarf séra Odds á Miklabæ";
mig minnir það væri fyrst prentað í Sunnanfara. Þá
var eins og þessar gömlu sagnir fengju nýtt líf. Þær
rifjuðust upp; einn mundi þetta, annar hitt, og þannig
féllu þær sem hlekkur í hlekk og mynduðu samfellda
keðju, og þannig hafa þær eflaust geymzt í minni
manna frá kynslóð til kynslóðar. Eg hlýddi á unga-
aldri með athygli á þessar sagnir og nam þær. Síðar,
þegar eg hafði meiri þroska, hripaði eg þær upp, og
þær eru uppistaðan í þætti þessum. Þaðhefursíðanbirzt
ýmislegt á prenti um atburði þessa, og er langmerkastaf
því frásögn séra Páls Erlendssonar, skráð 1846, frásögn
Gísla Konráðssonar, skráð um 1850, og frásögn Hall-
grfms djákna um dauða Solveigar, sem talin er skráð
samtímis atburðinum. Þessar frásagnir, ásamt athuga-
semdum Hannesar Þorsteinssonar, birtust í Blöndu
4. b. 64—72. Eg hef borið saman við þær það, sem eg
hafði skrifað, og haft það, sem eg taldi sannsýnilegast
í hverju tilfelli, að öðru en því, þar sem um hreinar
þjóðsagnir hefur verið að ræða. Og það er mesta furða,
hvað sögunum, sem eg skrifaði upp fyrir yfir 50 árum,
bar saman við þær heimildir, sem eg síðar hef séð. Eg
skal sérstaklega taka fram, að eg hafði ekki lesið frá-
sögnina í Árbókum Espólíns, er eg skrifaði niður hin-
ar munnlegu sagnir.
Engar heimildir liggja fyrir um ætt og uppruna Sol-
veigar. Kirkjubók Miklabæjar er að vísu enn til frá
2*