Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 31
29
Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ
mikið, þau umgangast hvort annað daglega mörgum
árum saman og nánari trúnaður hlaut að vera milli
þeirra en annarra heimilismanna, sökum stöðu Solveig-
ar í heimilinu. Hneigðir konu til manns og manns til
konu hafa verið og eru svipaðar á öllum öldum. Það
er því ekki erfitt að hugsa sér, að ástasamband hafi
myndazt í milli Solveigar og Odds prests, og hvað er
líklegra en að það hafi verið gagnkvæmt? — Ástin spyr
sjaldnast um ytri hagi og ástæður. Hér kemur stöðu-
munur, ættgöfgi og annað slíkt fyrst til álita síðar. Göf-
ugir frændur séra Odds knýja hann til að slíta samband-
inu við Solveigu og þeir leita honum annars og að
þeirra dómi göfugra kvonfangs. Solveig ann honum svo
heitt, að hún fær sig ekki til að neita sér um að hafa
prest fyrir augnayndi áfram, og hún dvelst á Miklabæ
áfram, enda liðinn vinnuhjúaskildagi, er Guðrún tek-
ur þar við húsfreyjustöðunni í júlí 1777. — En þetta
verður Solveigu ofraun; hún sturlast og fyrirfer sér,
fær eigi lengur afborið að sjá aðra konu njóta mannsins,
sem hún ann. Séra Oddi fellst svo mikið um hið hrylli-
lega fráfall Solveigar, að hann, karlmennið, fellur í ó-
megin. Honum fellur einnig mjög þungt að geta ekki
veitt Solveigu hinztu bæn hennar, að grafa hana í vígðri
mold. — Samvizkan ásakar hann um það, að hann hafi
farið illa með stúlkuna og eigi sök á dauða hennar.
Hann verður þunglyndur og taugaveiklaður. Espólin
segir, að hann hafi verið nokkuð sérlegur í háttum og
hlaupið eitt sinn frá öðrum mönnum til fjalls. Myrk-
fælnin kvelur hann, og hjátrúin hefur smitað heima-
fólk og nágranna. Öll sveitin trúir því, að Solveig
hafi gengur aftur. Prestur fer að trúa því, að hún hafi
dáið í heiftarhug til sín og hún ásæki sig og vilji granda
sér. Hugstríðið kvelur hann, og hann verður að síðustu