Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 24

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 24
22 ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma þetta nú vera?‘ Þá svaraði Jóhannes ( og kenndi sann- færingar í rómnum): ,Ætli það sé ekki Solveig.‘ “ En frá töku grafarinnar að gömlu konunni er skýrt hér að framan. Kista sú, sem þeir Sigurður og Jóhann- es komu niður á þarna, var orðin fúin, en þó ekki meira en svo, að sumar fjalirnar voru með fullri lengd, að því er séð varð. Dálítill skúti myndaðist í gröfinni sunnanverðri, sennilega af því að gamla kist- an hafði snúið öfugt við gröfina, sem þeir voru að taka. Bein konu reyndust vera í kistunni. Tóku þeir Sigurður þau, eins og venja er til, og komu þeim fyrir í þessum litla skúta og lögðu síðan fjalirnar úr kistunni samhliða kistu gömlu konunnar. Var svo gengið frá gröf hennar á venjulegan hátt. — Því má bæta við, að þeir Sigurður og Jóhannes eru af öllum taldir mjög réttorðir menn og áreiðanlegir. Sigurður hafði skömmu áður en Zóphonías kom að sunnan rifjað upp við séra Lárus allt þetta í sambandi við greftrun gömlu kon- unnar, því að það gerðist áður en séra Lárus kom að Miklabæ. Það var nú leitað aðstoðar Sigurðar til að finna gröf Solveigar, og varð hann vel við því. Sonur gömlu kon- unnar, sem jarðsett var í leiði Solveigar, var staddur á Miklabæ um sömu mundir, og var hann einnig kvadd- ur til að segja til um, hvar leiði móður hans væri, en það kom í ljós, að sonurinn benti til þess, sem svar- aði einni grafarbreidd frá því, sem Sigurður áleit að það væri. Var þar grafið fyrst, en reyndist svo, að þar var enga gröf að finna. Það hafði líka verið svo, að á miðilsfundi hafði verið sagt, að bein Solveigar mundu ekki finnast fyrr en við aðra tilraun. Nú hagaði þannig, að Sigurður var varðmaður við fjárpestargirðinguna við Héraðsvötnin, og var hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.