Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 42

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 42
40 ÞÁTTUR AF KJARTANI í SELI [Gríma 6. Utan við sig. Mannlýsing. Þó að Kjartan væri þessi einstaki snillingur að rata í dimmviðrum, gat komið fyrir, að hann færi afvega í sólbjörtu veðri á sumardegi. Þegar svo bar við, gekk hann með hendur fyrir aftan bak og virtist vera í djúp- um hugleiðingum. — Stundum bar svo við, þegar hann var utan við sig og teymdi hest á eftir sér, að skepnan smeygði beizlinu fram af sér, en Kjartan hafði hönd á taumnum og hélt áfram ferð sinni án þess að taka eftir þessu, fyrr en hann hafði gengið talsverðan spöl. Einu sinni mætti maður nokkur Kjartani, þegar svona stóð á fyrir honum; gekk hann með hendur fyrir aftan bak og dró beizlið, en hesturinn var á beit eigi nær þeim en nema mundi 200 föðmum. Þegar þeir höfðu heilsazt, mælti maðurinn: „Þú hefur víst misst dróg- ina, Kjartan minn.“ Kjartan leit þá aftur fyrir sig og sá, hvernig komið var; varð honum ekkert hverft við, en sagði aðeins: „Hvaða skolli,“ — en það var mesta stóryrði hans. Síðan sneri hann aftur með manninum og sótti hestinn, eins og ekkert hefði í skorizt. Kjartan var vel meðalmaður á hæð, þykkur undir hönd, bláeygur, hafði hátt enni og rauðjarpt hár. Hann var hið mesta prúðmenni í allri framkomu, jalfnlyndur og skipti lítt skapi, en hélt þó vel á sínu máli. Hann þótti hinn mesti drengskaparmaður í öllum viðskipt- um og heilsteyptur í lund; þó hafði hann sig lítt í frammi í opinberum málum, en ef hann varð að sinna þeim ,reyndist hann jafnan liðtækur og góður drengur. Kjartan hafði á hendi póstferðir milli Eskifjarðar, Norðfjarðar og Seyðisfjarðar árin 1892—1897 og aftur 1901—1903. Var eins um þær sem annað, að hann rækti þær með dugnaði og samvizkusemi. — Hann dó 1907 eða 1908.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.