Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 42
40 ÞÁTTUR AF KJARTANI í SELI [Gríma
6. Utan við sig. Mannlýsing.
Þó að Kjartan væri þessi einstaki snillingur að rata
í dimmviðrum, gat komið fyrir, að hann færi afvega
í sólbjörtu veðri á sumardegi. Þegar svo bar við, gekk
hann með hendur fyrir aftan bak og virtist vera í djúp-
um hugleiðingum. — Stundum bar svo við, þegar hann
var utan við sig og teymdi hest á eftir sér, að skepnan
smeygði beizlinu fram af sér, en Kjartan hafði hönd
á taumnum og hélt áfram ferð sinni án þess að taka
eftir þessu, fyrr en hann hafði gengið talsverðan spöl.
Einu sinni mætti maður nokkur Kjartani, þegar svona
stóð á fyrir honum; gekk hann með hendur fyrir aftan
bak og dró beizlið, en hesturinn var á beit eigi nær
þeim en nema mundi 200 föðmum. Þegar þeir höfðu
heilsazt, mælti maðurinn: „Þú hefur víst misst dróg-
ina, Kjartan minn.“ Kjartan leit þá aftur fyrir sig og
sá, hvernig komið var; varð honum ekkert hverft við,
en sagði aðeins: „Hvaða skolli,“ — en það var mesta
stóryrði hans. Síðan sneri hann aftur með manninum
og sótti hestinn, eins og ekkert hefði í skorizt.
Kjartan var vel meðalmaður á hæð, þykkur undir
hönd, bláeygur, hafði hátt enni og rauðjarpt hár. Hann
var hið mesta prúðmenni í allri framkomu, jalfnlyndur
og skipti lítt skapi, en hélt þó vel á sínu máli. Hann
þótti hinn mesti drengskaparmaður í öllum viðskipt-
um og heilsteyptur í lund; þó hafði hann sig lítt í
frammi í opinberum málum, en ef hann varð að sinna
þeim ,reyndist hann jafnan liðtækur og góður drengur.
Kjartan hafði á hendi póstferðir milli Eskifjarðar,
Norðfjarðar og Seyðisfjarðar árin 1892—1897 og aftur
1901—1903. Var eins um þær sem annað, að hann rækti
þær með dugnaði og samvizkusemi. — Hann dó 1907
eða 1908.