Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 27
25
GrímaJ ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ
verið lýst í miðilssambandinu. Hún var lág vexti, dökk-
hærð og £ölleit.“
9. Hver urðu afdrií séra Odds?
Líklega verður þeirri spurningu aldrei svarað. —
Séra Lárus segir í grein sinni í Morgni, að það hafi
komið fram á miðilsfundum, að Solveig hafi ekki orðið
séra Oddi að bana, heldur hafi hann verið veginn af
jarðneskum mönnum og líki hans verið sökkt í Solku-
pyttinn í Gegni, og þar séu leifar hans enn geymdar. —
Það er síður en svo, að eg vilji á nokkurn hátt gera lítið
úr sambandi spíritista við dána menn, en eg verð hér
að benda á það, að í tilfellum slíkum sem þessum verð-
ur að gæta fyllstu varúðar. Hugsanaflutningur frá fund-
armönnum sjálfum og ýmislegt annað getur þar komið
til greina. — Vigfús Scheving hlaut ámæli fyrir að hafa
ekki gengið nógu ríkt eftir við vinnumann eða vinnu-
menn sína að skilja ekki við prest fyrr en hann hefði
náð sambandi við heimafólk sitt. Þetta ámæli varð síð-
ar miklað svo í þjóðsögnum, að Scheving hefði jafnvel
á einhvern hátt verið í vitorði um dauða séra Odds, en
þetta virðist vera svo fjarstætt, sem mest má verða.
Espólín getur þess, að séra Oddur hafi komið inn á
Víðivöllum og drukkið þar kaffi. Það er harla ólíklegt,
ef svo megn óvild hefði verið milli prests og sýslu-
manns, að sá síðari hefði viljað prest feigan, en
farið að bjóða honum inn upp á veitingar. Hitt
er þó mikilvægara, að áreiðanlegar samtímaheimildir
lýsa svo Scheving sýslumanni, að hann hafi verið góð-
menni, en enginn skörungur. Scheving virðist einnig
hafa látið sér mjög annt um leitina að presti og verið
mjög í ráðum með og til hjálpar ekkju séra Odds eftir
hvarf hans. Allt þetta tel eg að bendi til þess, að Schev-