Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 17
15
Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ
þá grafarmennina. Þeir hafi komið niður á fætur og
fótleggi manns, sem þeim virðist vera karlmannsfætur
og mjög stórir, og snúi þeir þversum við það.semvenju-
legt sé að lík séu lögð í gröf, eða frá norðri til suðurs,
en hitt sé þó ennþá furðulegra, að tærnar snúi niður. Á
fótunum segir hann að séu gamaldags reiðstígvél með
sporum og séu þau allmjög fúin. Presti varð nokkuð
hverft við, bað þá hið snarasta að moka ofan í gröf þessa
og vísaði þeim til að taka gröf í öðrum stað. Löngu síð-
ar sagði séra Jón vini sínum, Jónasi í Hróarsdal, frá
þessu og taldi hann víst, að mennirnir hefðu þarna hitt
á leiði Solveigar.
Oddur hét maður og bjó í Kjartansstaðakoti í Skaga-
firði snemma á 19. öld. Hann var skyggn. Hann kvað
beinagrind Odds prests liggja í leiði Solveigar, og lægju
bein hennar þversum yfir efra hluta hans þannig, að
höfuðkúpa prests lægi undir brjóstum hennar. (Rauð-
skinna II).
Sagnir gengu um það í Skagafirði, að skömmu fyrir
síðustu aldamót hefði eitt sinn verið grafið í Mikla-
bæjargarði og þá verið komið ofan á hellustein mikinn.
Út undan honum hefði séð á afar ramgerva kistu.
Hefði kistan virzt vera heilleg, en út undan hellunni
hefðu staðið eða séð á karlmannsstígvél útlend. Hafði
prestur, strax er honum var sagt frá þessu, skipað að
moka ofan í gröfina og taka gröfina að líki því, sem
jarða átti, á öðrum stað í garðinum. Var það talið víst,
að þetta hefði verið leiði Solveigar og hinir stígvéluðu
fætur verið fætur prests. Var þetta talin sönnun þess, að
Solveig hefði dregið prest í dysina til sín.
Um 1910 eða 12 skyldi grafa gamla konu í Mikla-
bæjargarði. Þar var einn grafarmanna Sigurður í Stokk-
hólma, Einarsson, og hefur hann sagt frá þessu. Grafar-