Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 10
8
ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma
hann væri aldrei einn á ferð og allra sízt, er skyggja
tók. Liðu svo fram tímar. Kallað var hjónaband þeirra
séra Odds og Guðrúnar gott, og eignuðust þau nokkur
börn saman, en þunglyndi prests ágerðist því meir sem
lengra leið, að því er sagnir í Skagafirði herma.
5. Hvarf séra Odds.
Annexía frá Miklabæ er Silfrastaðir, og messaði séra
Oddur þar 1. okt. 1786. Var presti fylgt þaðan eða sókn-
arfólk honum samferða út að Víðivöllum, en þar bjó
þá Vigfús Scheving sýslumaður Skagfirðinga. Víðivellir
er næsti bær við Miklabæ, og ekki lengra en stekkjar-
vegur í milli bæjanna. Prestur stanzaði eitthvað á Víði-
völlum, því að vinfengi var gott milli hans og sýslu-
manns. Var hann lítið eitt ör af víni, er hann fór það-
an, og kvaddi sýslumaður vinnumann sinn, Árna að
nafni Jónsson, faðrar heimildir nefna hann Jón Björns-
son), til að fylgja honum heim að Miklabæ. Prestur
taldi þess þó enga þörf, því að hann riði góðum hesti
og yrði skamma stund heim. Þó fór Árni með honum
af stað og taldi sig hafa fylgt honum alla leið að tún-
garði á Miklabæ, en mjög var í efa dregið síðar, að hann
hefði fylgt presti lengra en á túngarðinn á Víðivöllum;
hefði prestur þá sagt honum, að hann þyrfti eigi lengra,
slegið í hestinn, sem var skaflajárnaður góðliestur, og
riðið hina efri leið út hjá Víkurkoti og yfir klöpp eina,
sem er á þeirri leið, en Árni snúið heim aftur að Víði-
völlum og talið sig hafa fylgt presti lengra en raun var
á. — Veðri var þann veg háttað, að hlákustormur var
og mjög dimmt, en að öðru gott veður. Fékk Vigfús
sýslumaður ámæli mikið af að hafa eigi gengið nógu
ríkt eftir við Árna að fylgja presti alla leið, og var mælt,
að hann hefði af því hina mestu skapraun.