Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 10

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 10
8 ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma hann væri aldrei einn á ferð og allra sízt, er skyggja tók. Liðu svo fram tímar. Kallað var hjónaband þeirra séra Odds og Guðrúnar gott, og eignuðust þau nokkur börn saman, en þunglyndi prests ágerðist því meir sem lengra leið, að því er sagnir í Skagafirði herma. 5. Hvarf séra Odds. Annexía frá Miklabæ er Silfrastaðir, og messaði séra Oddur þar 1. okt. 1786. Var presti fylgt þaðan eða sókn- arfólk honum samferða út að Víðivöllum, en þar bjó þá Vigfús Scheving sýslumaður Skagfirðinga. Víðivellir er næsti bær við Miklabæ, og ekki lengra en stekkjar- vegur í milli bæjanna. Prestur stanzaði eitthvað á Víði- völlum, því að vinfengi var gott milli hans og sýslu- manns. Var hann lítið eitt ör af víni, er hann fór það- an, og kvaddi sýslumaður vinnumann sinn, Árna að nafni Jónsson, faðrar heimildir nefna hann Jón Björns- son), til að fylgja honum heim að Miklabæ. Prestur taldi þess þó enga þörf, því að hann riði góðum hesti og yrði skamma stund heim. Þó fór Árni með honum af stað og taldi sig hafa fylgt honum alla leið að tún- garði á Miklabæ, en mjög var í efa dregið síðar, að hann hefði fylgt presti lengra en á túngarðinn á Víðivöllum; hefði prestur þá sagt honum, að hann þyrfti eigi lengra, slegið í hestinn, sem var skaflajárnaður góðliestur, og riðið hina efri leið út hjá Víkurkoti og yfir klöpp eina, sem er á þeirri leið, en Árni snúið heim aftur að Víði- völlum og talið sig hafa fylgt presti lengra en raun var á. — Veðri var þann veg háttað, að hlákustormur var og mjög dimmt, en að öðru gott veður. Fékk Vigfús sýslumaður ámæli mikið af að hafa eigi gengið nógu ríkt eftir við Árna að fylgja presti alla leið, og var mælt, að hann hefði af því hina mestu skapraun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.