Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 84
íslenzk þjóðleg fræði
Þeir, sem safna þjóðlegum fræðum, þurfa að eignast eftir-
taldar bækur.
Gríma. Hún er orðin eitt af stærstu og fjölþættustu þjóðfræða-
söfnum íslenzkum.
Hornstrendingabók eftir Þorleif Bjarnason. Bókin er alhliða
lýsing þessarar afskekktu og sérkennilegu bygðar, sem nii
er að leggjast í eyði. Höfundurinn segir sögu byggðarinn-
ar, lýsir lífi og atvinnuháttum fólksins, er bjó þar; segir
sögur um afreksmenn Hornstrendinga og þjóðsögur af
Hornströndum. Þetta er óvenjulega vel rituð og skemmti-
leg bók.
íslenzk annálabrot og Undur Islands eftir Gísla biskup Jónsson.
Lýsir betur þjóðtrú 17. aldar en nokkur bók önnur.
Þjóðsögur Ólafs Daviðssonar, I.—III. Þessi stóra heildarútgáfa
af þjóðsögum Ólafs er eitt af öndvegisritum vorum og vand-
aðra að öllum frágangi, en önnur islenzk þjóðsagnasöfn,
sem út hafa komið.
Úr dagbók miðilsins eftir Elínborgu Lárusdóttur. Bók þessi
fræðir um einn hinn merkasta dulskynjana mann, sem
uppi hefur verið hér á landi.
Saga Möðrudals i Efra-Fjalli eftir Halldór Stefánsson, er saga
hins fræga fjalla-höfuðbóls. Henni fylgja þjóðsögur, sem
tengdar eru staðnum.
Af mörgum þessurri bóþum er lítið eftir óselt. Þær fást hjá
bóksölum og hjá útgefanda, sem er
Þorsteinn M. lónsson, Akureyri.